Upplýsingar um námskeiðið
Námskeiðið er ætlað unglingum á aldrinum 10 til 18 ára sem langar til þess að:
- Fræðast um heim Nexus og öfluga félagsstarfinu sem fer þar fram.
- Kynnast nýjum og spennandi áhugamálum.
- Hitta nýja félaga sem deila áhuganum.
Upplýsingar til unglings
Á sumarnámskeiðinu færðu að spila borðspil og kortaspil. Höfum við einnig frjálst í boði fyrir þá sem vilja.
Upplýsingar til foreldra
Hittingar fara fram í spilasal Nexus, Glæsibæ. Upplýsingar um virkni á námskeiðinu sjálfu, ljósmyndir og tilkynningum er póstað á lokaðan facebook hóp fyrir foreldra og unglinga. Linkurinn á hópinn er í tölvupóstinum. Vinsamlega bætið ykkur í hópinn.
Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti eða með skilaboðum á facebook síðu Nexus Noobs. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992.
Hittingarnir byrja stundvíslega kl 12.00 í spilasal og lýkur þeim kl 16.00. Opið er í spilasal lengur og þar geta unglingarnir beðið eftir að verða sóttir. Ef unglingar geta ekki beðið sjálfir þá er mikilvægt að foreldrar komi 10-15 mín fyrr og er sjálfsagt að fá að fylgjast með virkninni á námskeiðinu.
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar, þá hafið endilega samband. Tölvupóstur: nexusnoobs@gmail.com og soffiaelin@sentia.is
Nexus Noobs á facebook: www.facebook.com/nexusnoobs