dndmobile-br-1559158957902_1280w.jpg
Hlutverkaspil - helgarnámskeið 5. - 7. febrúar 2021
Námskeiðið er ætlað byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Parað er í hópa eftir
D&D reynslu og fleiru. Á fyrsta hittingi er farið yfir karakterinn sem þú munt spila og
reglurnar í hlutverkaspilum. Ef þú ert með hugmyndir um karakter (sögu, mynd eða teikningu) þá endilega komdu með það með þér og dýflyssumeistari skoðar hvort hann getur sett karakterinn inn í ævintýrið. 
Spilamennskan hefst strax og karakterar eru tilbúnir og lærum við mest á því að í spila. Mikilvægt er að spyrja því dýflyssumeistarann hvenær sem er þegar eitthvað er óljóst eða ef þú vilt aðstoð. Undirbúningurinn er milli 17-19 á föstudeginum og spilum við síðan frá 13-17 í spilasal Nexus og er því æskilegt að koma með nesti með sér. Sumir vilja koma með eigin teninga (ef eiga) en annars sköffum við allt sem þarf og ef eitthvað vantar þá verður því reddað.
 
Leyfilegt er að standa upp og hreyfa sig en pása er alltaf tekin. Það má líka snarla á meðan spilað er. Leitumst við að hafa andrúmsloftið jákvætt og afslappað. 
Staðsetning: Spilasalur Nexus, Álfheimum 74, 108 Rvk.
Hægt er að ná í kennara í Noobs símann 692-9992 á meðan hittingum stendur.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og fl. á Soffíu sálfræðing soffiaelin@sentia.is
Millifærist á reikn: 0318-26-7778 kt 490315-2090 
og sendið vinsamlega staðfestingu með nafni þátttakenda á nexusnoobs@gmail.com.
dogd.png