Noobs 10 vikna námskeið

Námskeiðið er haldið vikulega milli 5 og 7 í spilasal Nexus. Umsjónarmaður á vegum Nexus Noobs er á hverjum hittingi ásamt kennurum sem eru sérfróðir í hverju viðfangsefni. 

Á námskeiðinu fá þátttakendur vikulega að kynnast nýjum viðfangsefnum eins og borðspilum, safnkortaspilum, hlutverkaspilum, módelsmíði, herkænskuleikjum, vísindaskáldskap, fantasíum, myndasögum og mörgu fleira. 

Leggjum við upp úr jákvæðu umhverfi þar sem þátttakendur geta lært ný áhugamál eða lært meira um það sem þau þegar kunna. Áhersla er lögð á félagatengsl og að þátttakendur kynnist þá öðrum félögum með svipuð áhugamál. 

Umsjón:    Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur

                  Halldór Logi Sigurðarson stuðningsfulltrúi og ofurnörd

                  Hjördís Arnardóttir stuðningsfulltrúi og ofurnörd

                  Gestakennarar með sérþekkingu á nördaáhugamálum

Staðsetning: Spilasalur Nexus, Álfheimum 74, Glæsibæ

Dagsetning: 15. september 2020 á þriðjudögum kl 17-19 og er í 10 skipti.

Verð: 58.000,- kr  (hægt er að nota frístundarkort)

Noobs Unlimited 10 vikna námskeið

Námskeiðið er sérsniðið að þörfum unglinga sem eiga erfiðara með að funkera í stórum hópum eða þurfa meiri aðstoð. Uppsetningin er sú sama og á hefðbundnu 10 vikna námskeiðunum en verður utanumhald mun þéttara og helmingi færri þátttakendur. Samstarf er við fleiri sálfræðinga og stofnanir. Farið er vel yfir virkni hvers tíma og lagt upp úr jákvæðu umhverfi fyrir unglinga að kynnast, bæta félagatengsl og samskipti í gegnum skemmtileg viðfangsefni sem fyrirfinnast í Nexus..

Umsjón: Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur

               Halldór Logi Sigurðarson stuðningsfulltrúi og ofurnörd

               Hjördís Arnardóttir stuðningsfulltrúi og ofurnörd

               Gestakennarar með sérþekkingu á nördaáhugamálum

Staðsetning: Spilasalur Nexus, Álfheimum 74.

Dagsetning: 17. september 2020 á fimmtudögum kl 17-19 og er í 10 skipti.

Verð: 58.000,- kr  (hægt er að nota frístundarkort)

Sumarnámskeið ágúst!

4. ágúst - 7. ágúst 2020.

Kortaspil, borðspil og herkænskuspil.

Fyrir 10 til 18 ára frá kl 12.00-16.00

Verð: 30.000,-

Nexus Spilasal, Álfheimum 74, Glæsibæ

10. ágúst til 14. ágúst 2020

Dungeons and Dragons hlutverkaspil.

Fyrir 10 til 18 ára frá kl 12.00-16.00

Verð: 35.000,-

Nexus Spilasal, Álfheimum 74, Glæsibæ

55.000,-kr fyrir bæði námskeiðin.

Hlutverkaspil (roleplaying games)

Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri sem langar til þess að læra um hlutverkaspilin Dungeons & Dragons og Pathfinder. Hlutverkaspil eru frábær skemmtun fyrir allan aldur og hvort sem þú hefur aldrei spilað eða vilt læra meira. Við hvetjum foreldra til þess að mæta með unglingum og fá tækifæri til þess að taka þátt og halda áfram heima fyrir þegar námskeiðinu lýkur.

Hlutverkaspil eru þroskandi og reyna á hugmyndaflugið. Ólíkt tölvuleikjum er allt opið og getur sagan spunnist á óútreiknanlegan hátt, allt undir spilendum komið. Aldur skiptir því ekki máli og enn skemmtilegra er þegar spilendur eru ólíkir. Upplagt fyrir einstaklinga, félaga, hópa, unga sem aldna.

Sendið skráningu með viðeigandi upplýsingum og raðað verður í litla hópa og haft verður samband við ykkur. 

Umsjón:    Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur

                   Dýflyssumeistarar kenna í litlum hópum

Staðsetning: Nexus spilasal, Álfheimum 74, Glæsibæ

Dagsetning: Auglýst síðar (helgarnámskeið 10 klst).

Verð: 16.000,- kr

Dagsetning: 20. og 22. janúar 2020 (2 hópar 8 skipti vikulega) frá kl 17.00-20.00

Verð: 32.000,-kr

Live Action Roleplaying (LARP)

Námskeiðið er ætlað ungmennum sem hefur áhuga á að kynnast alvöru ævintýraheimi. LARP eða kvikspuni er frábær skemmtun þar sem hlutverkaspilin verða að veruleika. Þú færð tækifæri til þess að fara í karakterhlutverk og hugsa því á annan hátt en þú ert vön/vanur. 

LARP er bæði gefandi og þroskandi, og reynir á sköpunargáfur, úrlausnir, samstarf og samskipti. Námskeiðið hentar öllum þeim (12-22 ára) sem hafa áhuga á að læra allt um þetta frábæra áhugamál, kynnast skemmtilegum félögum og að fara út úr þægindarammanum.

Þátttakendur (og forráðamenn) á námskeiðinu fá boð um lokaða grúppu á facebook þar sem frekari upplýsingar um námskeið koma fram, staðsetningar, myndir og annað sniðugt. Þið fáið smá heimavinnu sem tengist karaktersgerð og er allt sem passar inni í miðaldartíma (eins og Lord of the rings) leyfilegt. Búningagerð snýst fyrst og fremst um hlutverkaleik og notum við mikið af því sem þegar er til heima hjá ykkur. 

Frábært tækifæri til þess að taka þátt í spunaspili í raunheimum. Fyrstu hittingarnir snúa að undirbúningi og síðan munum við LARPa úti í leyniskógi sem þið fáið upplýsingar um þegar nær dregur.

Umsjón:    Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur

                   Reyndir LARParar kenna LARPið sjálft

Staðsetning: Fantasíu skógi á Höfuðborgarsvæðinu

Dagsetning: 9. til 12. júlí og 3. til 6. september 2020 (11-18 ára) 35.000,-

Súper stelpur - Sjálfstyrkingarnámskeið stúlkna

Námskeiðið er ætlað að efla stúlkur sem hafa áhuga á ýmsum nördatengdum viðfangsefnum. Frábær vettvangur fyrir stúlkur til þess að kynnast og læra betur inn á ýmis viðfangsefni sem fyrirfinnast í Nexus ásamt því að unnið er út frá sjálfstyrkingu. Sálfræðingarnir sem koma að námskeiðinu eru sérhæfðir í ýmsum meðferðum, t.a.m. dílaektískri og hugrænni meðferð, núvitund og fleiru.

Umsjón:    Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur

                  Paola Cardénas sálfræðingur

                  Gestakennarar með sérþekkingu á nördaáhugamálum

Dagsetning: 20. ágúst 2020 kr 72.000,-

Skylmingarnámskeið - NÝTT!

Námskeið fyrir ekta stjörnustríðsaðdáendur sem langar til þess að læra að skylmast með geislasverðum. Alvöru skylmingarfólk kemur að kennslu og er geislasverðið frá búðinni Nexus innifalið á námskeiðisgjöldum. Top that! 

Umsjón:   Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur

                  Sérfræðingur í skylmingum

Dagsetning: Sumar 2020

Nexus Noobs fullorðins

Vegna mikillar eftirspurnar þá höfum við ákveðið að halda námskeið í anda Noobs fyrir fullorðna! Farið verður yfir helstu viðfangsefni nördamennskunnar og eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Einstakt tækifæri til þess að komast inn í heim nörda og hugsandi fólks. Um er að ræða tvö námskeið þar sem annað er í samstarfi við Einhverfusamtökin.

Umsjón:       Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur

Dagsetning:  September 2020, 28.000,-kr  (4 skipti)

Staðsetning og verð: Nexus spilaslur

 
 
 
 
 
 
 
IMG_0854.jpg

Til baka á

© 2020 Sentia Sálfræðistofa

551-0777   |   sentia@sentia.is

  • Facebook Social Icon