Rebekka Rut Lárusdóttir​ sálfræðingur

Starfsreynsla
Rebekka Rut er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Samhliða því starfar hún hjá fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar sem skólasálfræðingur. Starfið felst m.a. í greiningarvinnu og ráðgjöf til barna, foreldra og starfsfólk skóla. Hún var áður í starfsnámi á Þroska- og hegðunarstöð þar sem hún vann við greiningar og var með sálfræðiráðgjöf á vegum Háskóla Íslands undir handleiðslu sálfræðings. Hefur hún fjölbreytta reynslu af störfum með börnum og unglingum, þá bæði með og án sérþarfa, síðustu árin.

Sérhæfing
Rebekka vinnur með ýmsa þætti sem snúa að uppeldi og foreldrafærni. Hún vinnur með hegðun, líðan og félagsfærni barna. Einnig vinnur hún með kvíða barna og unglinga. Rebekka hefur góða þekkingu á börnum og unglingum með röskun á einhverfurófi, þroskahömlun og ADHD úr opinbera geiranum.

Menntun
Rebekka Rut lauk cand.psych. gráðu á barnalínu við Háskóla Íslands með áherslu á klíníska barna- og skólasálfræði. Bachelorgráðu lauk hún einnig í sálfræði við Háskóla Ísland. Vorið 2018 lauk hún PMTO meðferðarmenntun (Parent Management Training - Oregon aðferð) hjá Barnaverndarstofu. Snýr menntunin að öflugri uppeldisfærni og ráðgjöf fyrir foreldra barna.

Námskeið og fyrirlestrar
Rebekka hefur sótt fjölda námskeiða sem við koma meðferð og greiningarvinnu á börnum og unglingum. Þar má nefna námskeið í notkun greiningartækja eins og K-SADS (The Kiddie Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia), ADIS (Anxiety Disorders Interview Schedule) og CARS2 (Childhood Autism Rating Scale - Second edition). 

 

Rebekka hefur kennsluréttindi fyrir leiðbeinendanámskeið Snillinganna og uppeldisnámskeiðin SOS og Uppeldi sem virkar. Námskeiðið Snillingarnir er ætlað börnum með athyglisbrest- með eða án ofvirkni til þess að ná betri stjórn á hugsun og hegðun. Uppeldisnámskeiðið SOS - Hjálp fyrir foreldra og Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar eru ætluð foreldrum til þess að efla þekkingu og færni í uppeldi.

Rebekka stýrir námskeiðinu Nexus Noobs Unlimited sem er ætlað börnum með nördaáhugamál og þurfa meiri stuðning í hópastarfi. Unnið er markvisst með börn og unglinga hvað varðar félagsfærni og leitast við að styrkja sjálfsmynd.

Rebekka Rut heldur fyrirlestra og námskeið í tengslum við þroska, hegðun og líðan barna og unglinga fyrir foreldrafélög og fagfólk.

 • Börn og unglingar
 • Ungmenni
 • Foreldrar
 • Uppeldisráðgjöf
 • Foreldrafærni
 • Kvíði
 • ADHD
 • Einhverfa
 • Þroskahömlun
 • ​Málþroskavandi
 • Hegðunarvandi
 • Meðferð
 • Greiningar

© 2019 Sentia Sálfræðistofa

551-0777   |   sentia@sentia.is

 • Facebook Social Icon