Nexus Noobs haustmisseri 2019
Ég greiði námskeiðið með..

Upplýsingar um námskeiðið

Námskeiðið er ætlað unglingum á aldrinum 10 til 18 ára sem langar til þess að:

 - Fræðast um heim Nexus og öfluga félagsstarfinu sem fer þar fram.

 - Kynnast nýjum og spennandi áhugamálum.

 - Hitta nýja félaga sem deila áhuganum.

 

Upplýsingar til unglings

Á námskeiðinu færðu að læra um spennandi áhugamálum sem fyrirfinnast í Nexus og kynnast félögum með svipuð áhugamál. Við tökum fyrir hlutverkaspil (role-playing games), alls konar borðspil, módelsmíði, herkænskuleiki, vísindaskáldskap og teiknimyndasögur svo eitthvað sé nefnt. Sum áhugamálin þekkir þú nú þegar en önnur hefur þú ef til vill heyrt minna um.

Við leggjum upp úr því að allir taki þátt og prófi ólík viðfangsefni sem þú gætir kannski fengið áhuga fyrir. Hvetjum við ykkur þegar líður á námskeiðið til þess að kynnast öðrum félögum og jafnvel hittast á meðan eða eftir að námskeiðinu lýkur. Á námskeiðinu höfum við öll nöfnin límd á okkur svo við eigum auðveldara með samskipti og að kynnast.

Upplýsingar til foreldra

Hittingar fara fram í spilasal Nexus, Glæsibæ. Upplýsingar um virkni á námskeiðinu sjálfu, ljósmyndir og tilkynningum er póstað á lokaðan facebook hóp fyrir foreldra og unglinga. Linkurinn á hópinn er í tölvupóstinum. Vinsamlega bætið ykkur í hópinn.

Undirbúningsvinna fyrir hittinga er stundum háð fjölda þátttakenda (sérstaklega Dungeons&Dragons hittingar) og óskum við eftir að forföll séu tilkynnt með eins miklum fyrirvara og unnt er hverju sinni. Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti eða með skilaboðum á facebook síðu Nexus Noobs. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992.

 

Hittingarnir byrja stundvíslega kl 17.00 í spilasal og lýkur þeim kl 19.00. Opið er í spilasal lengur og þar geta unglingarnir beðið eftir að verða sóttir. Ef unglingar geta ekki beðið sjálfur þá er mikilvægt að foreldrar komi 10-15 mín fyrr og er sjálfsagt að fá að fylgjast með virkninni á námskeiðinu.

Ef ykkur vantar frekari upplýsingar, þá hafið endilega samband. Tölvupóstur: nexusnoobs@gmail.com og soffiaelin@sentia.is

Nexus Noobs á facebook: www.facebook.com/nexusnoobs