top of page
IMG_0854.jpg
leitar að liðsauka !

Við leitum að öflugu starfsfólki til þess að ganga til liðs við okkur hjá Nexus Noobs. Hópastarfið er samstarfsverkefni Sentiu Sálfræðistofu og Nexus sérverslunar. Um er að ræða 10-100% starf, eftir sem á við. Góð samskipta- og félagsfærni er nauðsynleg í öllum tilvikum. Þekking og reynsla af starfi með börnum og/eða ungmennum æskileg.

 

Við leitum að:

1) Fagaðila til þess að koma að ákveðnum námskeiðum með börnum, unglingum og ungmennum. Menntun í sálfræði, tómstundafræðum, uppeldisfræðum og þroskaþjálfun nýtist vel. Góð samskipta og félagsfærni er nauðsynleg. Starfað verður náið með sálfræðingum á námskeiðinu en einnig sjálfstætt. Staðan er í 20-50% (eða ef um annað er samið) og hægt að vera í hærra hlutfalli komi umsækjandi einnig til greina sem öflugur stjórnandi (sjá 2).

2) Öflugum stjórnanda til þess að stýra 10 vikna námskeiðum og hafa umsjón með skipulagningu og öðrum viðburðum á vegum Nexus Noobs. Góð samskipta- og félagsfærni er nauðsynleg ásamt færni í því að stjórna hópastarfi og hafa yfirsýn. Starfað verður náið með fagaðilum á námskeiðinu en einnig sjálfstætt. 20-100% staða eftir sem á við.

3) Fleiri kennurum til þess að bætast í okkar góða hóp. Þekking á nördatengdum áhugamálum er að sjálfsögðu skilyrði ásamt góðri samskiptafærni við börn og/eða ungmenni. Umsamið % hlutfall. Þekking á kortaspilum, hlutverkaspilum, herkænskuspilum eða borðspilum nauðsynleg.

Prufur verða í sumar og haust. Hreint sakavottorð og góð meðmæli eru skilyrði í öllum tilfellum. Umsóknir sendast á soffiaelin@sentia.is með upplýsingum (CV) og tilgreint er hvaða starf er sótt um.

1485126667553.jpg
Community-Page-Header.jpg
bottom of page