LARP námskeið 1. - 4. október  2020

Námskeiðið er ætlað ungmennum sem hafa áhuga á að kynnast alvöru ævintýraheimi. LARP eða kvikspuni er frábær skemmtun þar sem hlutverkaspilin verða að veruleika. Þú færð tækifæri til þess að fara í karakterhlutverk og hugsa því á annan hátt en þú ert vön/vanur. 

LARP er bæði gefandi og þroskandi, og reynir á sköpunargáfur, úrlausnir, samstarf og samskipti. Námskeiðið hentar öllum þeim (11-18 ára) sem hafa áhuga á að læra allt um þetta frábæra áhugamál, kynnast skemmtilegum félögum og að fara út úr þægindarammanum.

Þátttakendur (og forráðamenn) á námskeiðinu fá boð um lokaða grúppu á facebook þar sem frekari upplýsingar um námskeið koma fram, staðsetningar, myndir og annað sniðugt. Þið fáið smá heimavinnu sem tengist karaktersgerð og er allt sem passar inni í miðaldartíma (eins og Lord of the rings) leyfilegt. Búningagerð snýst fyrst og fremst um hlutverkaleik og notum við mikið af því sem þegar er til heima hjá ykkur. 

Frábært tækifæri til þess að taka þátt í spunaspili í raunheimum. Fyrstu hittingarnir snúa að undirbúningi og síðan munum við LARPa úti í leyniskógi sem þið fáið upplýsingar um þegar nær dregur.​​ Hentar öllum þeim sem hafa gaman af hlutverkaspilum (roleplaying games) eins og Dungeons and Dragons.

Sjá viðtal við Soffíu Elínu frá 2017 frá fyrsta LARP námskeiðinu.

1/17
Umsjón: Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur
 
Kennari: Helgi Þór framkvæmdastjóri, ofurnörd og er reyndasti LARPari á Íslandi og hefur yfir 15 ára LARP reynslu frá Danmörku.
 
Undirbúningsdagar eru fimmtudag og föstudag. Frá klukkan 13-17. Þegar karakter, búningur og vopn er tilbúið er farið að æfa bardagatækni.
LARPið sjálft er um helgina laugardag og sunnudag frá kl 13.00 til 17.00.
Verð: 35.000,- (bæði námskeið/systk.afsl. 58.000,-) Innifalið í verðinu er allur efnisviður, vopnagerð og snarl yfir LARP helgardagana.
Staðsetning: Nálægur Fantasíu skógur

© 2020 Sentia Sálfræðistofa

551-0777   |   sentia@sentia.is

  • Facebook Social Icon