top of page
hí.png

Ævintýranámskeið
í hlutverkaspilum

brekkubær.png

LARP eða ,,Live Action Role-Playing" er hlutverkaleikur líkt og Dungeons & Dragons, nema þátttakendur fá að vera persónan og taka þátt í ævintýrunum. Námskeiðið er ætlað 10-16 ára börnum og unglingum sem hafa áhuga á hlutverkaspilum (Role-playing games) en þekking á hlutverkaspilum er hins vegar ekki nauðsynleg. Skilyrði er að þátttakendur eru færir um að koma vel fram hvert við annað og umberum við ekki einelti, fordóma eða ofbeldi af neinu tagi. 


LARP er gefandi og þroskandi, og reynir á sköpunargáfur, úrlausnir, samstarf og samskipti. Nexus Noobs hefur haldið úti LARP námskeiðum síðan 2017 og þá aðeins yfir sumartímann. Ævintýranámskeiðið spannar þrjá mánuði og býðst þátttakendum að fá námskeiðið á tilboðsverði þar sem unnið er samhliða að fyrstu megindlegu mastersrannsókn á LARPi á Íslandi í samstarfi við Háskóla Íslands. Námskeiðið er því veigameira en fyrri námskeið þar sem lagt er upp með markvissari sjálfstyrkingu og félagsfærni þátttakenda í gegnum leik og samveru.

Sjá viðtal við Soffíu sálfræðing frá fyrsta LARP námskeiðinu! 

Sjá viðtal við Helga LARP sérfræðing og 10 barna faðir!

LARPað er í ævintýraskóginum eina helgi í mánuði en þess á milli fá þátttakendur kennslu í hlutverkaspilum, þróa karakterinn sinn, búninga- og vopnagerð, skylmingaþjálfun o.m.fl. 

Allir þátttakendur fá vinnubók sem notast er við á meðan námskeiðinu stendur og eintak af 

Súper Vinalegum en þar eru m.a. að finna hjálplegar leiðir fyrir börn og uppalenda til þess

að vinna með kvíða. Fjallar bókin um dreng sem fer á LARP námskeið.

Meginþáttur LARPs er að skapa karakter. Sumir kæra sig ekki um að taka þátt í

bardögum og kjósa að flýja aðstæður eða fela sig. Það er í góðu lagi. Sumir kjósa

að eiga töfrastaf eða hljóðfæri í staðinn fyrir vopn. Á Ævintýranámskeiðinu fá

allir svigrúm til þess að finna út hvernig karakter þeir kjósa að vera. 

Uppsetning á námskeiði

Umsjón: Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur
               Karen G Elísabetardóttir sérkennari 

Kennari: Helgi Þór forstjóri Breki Ship service, ofurnörd og er reyndasti LARPari á Íslandi með yfir 18 ára reynslu af LARP frá Danmörku.
Fleiri kennarar eru á námskeiðinu og hafa umsjón með þátttakendum og taka þátt í undirbúningi og ævintýrinu.
 
Uppsetning: Undirbúningsdagar í búninga-, vopna- og karaktersgerð. Skylmingarkennsla og æfingar. Stórt larp yfir helgi úti í skógi.

Verð: 72.000,-
10% afsláttur af LARP vörum í Nexus á auglýstum dögum

Innifalið: Verkefnabók, Súper Vinalegur sjálfstyrkingarbók. Allur efniviður, vopnagerð og matur yfir LARP helgina í skóginum. Leyfilegt er að koma með aukasnarl. Heitt kakó á könnunni og fleiri drykkir.

Staðsetning: Nexus spilasalur á undirbúningsdögum og nálægur Fantasíuskógur.


Þátttaka í rannsókn: Trúnaður gildir um þátttöku á námskeiðinu ásamt upplýsingum sem skilað er inn til sálfræðinema. Soffía sálfræðingur er ein sem hefur upplýsingar hverjir eru skráðir á námskeiðið og fær hver þátttakandi raðnúmer. Þátttakandi og foreldrar skrifa undir upplýst samþykki og fylla út í rafræna matslista í upphafi og lok námskeiðs í gegnum sálfræðinema. Gætt er því fyllsta trúnaðar og eru svör á listunum órekjanlegir.

Rannsóknin hefur fengið samþykki Vísindasiðanefndar VSN-23-074 og verið tilkynnt til Persónuverndar.
Ábyrgðaraðilar á rannsókn eru Dr Dagmar Hannesdóttir og Soffía Elín Sigurðardóttir barnasálfræðingar.

Upplýsingar fyrir foreldra

Dagsetningar: 
Larpað er heilan dag einu sinni í mánuði í skógi frá
kl 11.00-14.00.
16.-17. september
14.-15. október
11.-12. nóvember

Vikulegir hittingar eru á miðvikudögum frá 16.00-18.30 í Nexus spilasal þar sem unnið er með undirbúning fyrir Larpið. 

Upplýsingar um virkni á námskeiðinu sjálfu, ljósmyndir og tilkynningum er póstað í lokaðan facebook hóp fyrir foreldra og þátttakendur. Linkur á hópinn er sendur til foreldra í tölvupósti áður en námskeiðið hefst. 


Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti eða með skilaboðum á facebook síðu Nexus Noobs. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992 eða með tölvupóst nexusnoobs@sentia.is
 
Hittingarnir byrja allir stundvíslega og er mikilvægt að mæta tímanlega. Ný viðfangsefni verða á hverjum hittingi og leitumst við að skapa jákvætt og gott andrúmsloft. Foreldrar sem sækja börnin sín mega koma 10-15 mín fyrr og hægt að fylgjast með virkni á námskeiðinu.

Greiðslur fyrir námskeið

​Hægt er að greiða með Sportabler

Verð: 72.000,-kr
 

Styrktaraðilar

download (2).png
Logo NS svart.png
nexus-header.png

Upplýsingar fyrir foreldra

bottom of page