top of page
hnottur_logo_hvitt.png
SENTIA NÁMSKEIÐ

Ævintýranámskeið í hlutverkaspilum

nexus-header.png
download (2).png
LARP ,,Live Action RolePlaying"
Ágúst-Október 2025
hí.png
brekkubær.png

LARP eða ,,Live Action Role-Playing" er hlutverkaleikur líkt og Dungeons & Dragons, nema þátttakendur fá að vera persónan og taka þátt í ævintýrunum. Námskeiðið er ætlað 10-18 ára börnum og unglingum sem hafa áhuga á hlutverkaspilum (Role-playing games) eða ævintýrum. Ekki er nauðsynlegt að kunna hlutverkaspil (Role-playing games). Þátttakendur þurfa hins vegar að vera færir um að koma vel fram hvert við annað og umberum við ekki neins konar ofbeldi. 


LARP er gefandi og þroskandi, og reynir á sköpunargáfur, úrlausnir, samstarf og samskipti. Nexus Noobs hefur haldið úti LARP námskeiðum síðan 2017 en þá aðeins yfir sumartímann. Á námskeiðinu er lagt upp með sjálfstyrkingu og félagsfærni í gegnum leik, þrautir og samveru. LARP námskeiðið hefur verið árangursmetið í  mastersrannsókn árið 2023 og 2024 og lofa niðurstöðurnar góðu. 

Sjá viðtal við Soffíu sálfræðing frá fyrsta LARP námskeiðinu! 

Sjá viðtal við Helga LARP sérfræðing og 10 barna faðir!

LARPað er í ævintýraskógi yfir tvær helgar en þess á milli fá þátttakendur kennslu í hlutverkaspilum, þróa karakterinn sinn, aðstoð við búninga- og vopnagerð, skylmingaþjálfun o.m.fl. Við lánum auk þess öllum þátttakendum sverð á meðan námskeiðinu stendur.

 

Viltu prófa að LARPa?​

LARP snýst ekki um að heyja endalausar orustur eða bardaga, heldur að skapa persónuna

sem þú vilt prófa að vera og æfa þig í því að hugsa og hegða sér eins og þú heldur að

persónan myndi gera. Mikið frelsi fylgir því að sleppa takinu og vera einhver annar, bara í

einn eða tvo daga. Það skemmtilegasta við LARPið er nefnilega að enginn veit hvernig það

endar, ekki einu sinni Spunameistarinn (Helgi) því þú ásamt öðrum þátttakendum með

öllum ákvörðunum sem þið takið, eða sleppið að taka.

 

Sumum finnst gaman að taka þátt í bardögum og hafa alls kyns vopn meðferðis. Aðrir velja að flýja og láta aðra um bardagana en vilja samt eiga sverð, og/eða töfrastaf, hljóðfæri eða eitthvað annað sniðugt. Enn öðrum finnst gaman að búa til flotta eða hugmyndaríka búninga og hvetjum við alla til þess að skapa eitthað sjálf/ir eða nota það sem þegar er til. Einhverjir eru klárir leikarar og finnst ekkert mál að leika karakterinn sinn með tilburðum. Loks eru þeir sem leggja mest upp úr því að leysa þrautir, safna demöntum eða gullpeningum með ýmsum leiðum t.d. að fá verkefni frá búðarmanninum, frá öðrum þátttakendum, týna upp rusl og skila inn, selja hluti sem þeir vinna sér inn eða finna (og ljúga góðri sögu um hversu merkilegur hluturinn er, prútta og allt sem hægt er til þess að hámarka gróðann). Allir finna sér einhver verkefni og hafa nægan tíma til þess að finna sig. 

Uppsetning á námskeiði

Umsjón: Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur
               Karen G Elísabetardóttir sérkennari 

LARPstjóri: Helgi Þór forstjóri Breki Ship service, með yfir 18 ára reynslu af LARPi frá Danmörku.
Fleiri kennarar eru á námskeiðinu og hafa umsjón með þátttakendum og taka þátt í undirbúningstímum og/eða LARP helgunum.

Fyrir: 10-18 ára krakka með enga, einhverja eða mikla reynslu af LARPi eða hlutverkaleikjum (roleplaying games). Góðir og reynslumiklir Noobsarar eldri en 18 ára geta komið frítt á námskeiðið og eru NPCs undir stjórn Helga. 
 
Uppsetning: Undirbúningsdagar í búninga-, vopna- og karaktersgerð. Skylmingarkennsla og æfingar.
Tvö stór LÖRP yfir helgi úti í skógi. 

Verð: 49.000,-
10% afsláttur af LARP vörum í Nexus á auglýstum dögum

Innifalið: Matur yfir LARP helgina í skóginum; heitt kakó á könnunni, pizza o.fl.

Staðsetning: Nexus spilasalur á undirbúningsdögum og LARPað í Fantasíuskógi á höfuðborgarsvæðinu.

Skráning á námskeið

​Hægt er að skrá þátttakendur og greiða í gegnum Abler

Upplýsingar fyrir foreldra

Dagsetningar: 
Larpað yfir helgi í Fantasíuskógi kl 11.00-15.00:
Laugardagur 23. og sunnudagur 24. ágúst
Laugardagur 27. og sunnudagur 28. september


Hittingar í Nexus spilasal:
Miðvikudagur 20. ágúst kl 16-18
Föstudagur 22. ágúst kl 16-18
Miðvikudagur 10. september kl 16-18
Miðvikudagur 18. september kl 16-18

Miðvikudagur 24. september kl 16-18
Miðvikudagur 1. október kl 16-18 (lokahóf)


Upplýsingar um virkni á námskeiðinu sjálfu, ljósmyndir og tilkynningum er póstað í lokaðan hóp fyrir foreldra og þátttakendur.

Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti nexusnoobs (a) sentia is eða með skilaboðum á facebook síðu Nexus Noobs eða gegnum Abler. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992.
 
Hittingarnir byrja allir stundvíslega og er því gott að mæta tímanlega. Ný viðfangsefni verða á hverjum hittingi og leitumst við að skapa jákvætt og gott andrúmsloft. Foreldrar sem sækja börnin sín mega koma 10-15 mín fyrr og hægt að fylgjast með því sem fer fram á námskeiðinu.


Reglurnar á námskeiðinu eru:
#1 Við komum fram hvert við annað af virðingu
#2 LARP er leikur og snýst um að hafa gaman
#3 Pössum að símarnir séu ekki að trufla (og eiga ekki erindi í LARP helgarnar, annað en að bíða í vasanum)
#4 Það er alltaf leyfilegt að spyrja eða biðja um aðstoð

© 2025 Sentia Sálfræðistofa                                              Grænahlíð - Sundagarðar 2, 2. hæð  104 Rvk

  sentia@sentia.is                    

  • Facebook Social Icon
bottom of page