top of page

Ævintýranámskeið í hlutverkaspilum

Námskeiðið er ætlað ungmennum sem hafa áhuga á að kynnast alvöru ævintýraheimi. LARP eða kvikspuni er frábær skemmtun þar sem hlutverkaspilin verða að veruleika. Þú færð tækifæri til þess að fara í karakterhlutverk og hugsa því á annan hátt en þú ert vön/vanur. 
LARP er bæði gefandi og þroskandi, og reynir á sköpunargáfur, úrlausnir, samstarf og samskipti. Námskeiðið hentar öllum þeim (10-16 ára) sem hafa áhuga á að læra allt um þetta frábæra áhugamál, kynnast skemmtilegum félögum og að fara út úr þægindarammanum.
Búningagerð snýst fyrst og fremst um hlutverkaleik og notum við mikið af því sem þegar er til heima. ​
Frábært tækifæri til þess að taka þátt í spunaspili í raunheimum. Fyrstu hittingarnir snúa að undirbúningi og síðan munum við LARPa úti í leyniskógi.​​ Hentar öllum þeim sem hafa gaman af hlutverkaspilum (roleplaying games) eins og Dungeons and Dragons.

Uppsetning á námskeiði

Umsjón: Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur
               Karen G Elísabetardóttir sérkennari 

Kennari: Helgi Þór eigandi og forstjóri hjá Breki Ship service, ofurnörd og er reyndasti LARPari á Íslandi með yfir 18 ára reynslu af LARPi frá Danmörku.

Fleiri kennarar eru á námskeiðinu bæði sem stjórnendur LARPs og hafa umsjón með þátttakendum og taka þátt í undirbúningi og ævintýrinu.
 
Uppsetning: Undirbúningsdagar í búninga-, vopna- og karaktersgerð. Skylmingarkennsla og æfingar. Stórt larp yfir helgi úti í skógi.

Verð: 28.000,-
10% systkina afsláttur
10% afsláttur af LARP vörum í Nexus

Innifalið: Efniviður í heimagert vopn og matur yfir LARP helgina. Leyfilegt að koma með aukasnarl. Heitt kakó á könnunni.

Staðsetning: Nexus spilasalur á undirbúningsdögum og nálægur Fantasíuskógur.

Upplýsingar fyrir foreldra

Sumarnámskeið 18.-21. maí 2023

Undirbúningshittingar 18.-19. maí fara fram í spilasal Nexus kl 16.00-18.30, Glæsibæ seinnipartinn eftir skóla. Helgina 20.-21. maí er LARPað í Fantasíuskógi frá kl 11.00 til 15-16.00. Upplýsingar um virkni á námskeiðinu sjálfu, ljósmyndir og tilkynningum er póstað á lokaðan facebook hóp fyrir foreldra og unglinga. Linkurinn á hópinn er sendur í tölvupósti áður en námskeiðið hefst. 

Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti eða með skilaboðum á facebook síðu Nexus Noobs. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992 eða með tölvupóst nexusnoobs@sentia.is

 

Hittingarnir byrja stundvíslega. Foreldrar sem sækja börnin sín mega koma 10-15 mín fyrr og hægt að fylgjast með virkni á námskeiðinu.

Að loknum sumarnámskeiðum er stefnt á að LARP námskeiðin halda áfram og LARPað verði mánaðarlega með minni kostnaði. Öllu verður útlistað betur á næstu vikum!

Greiðsla fyrir námskeið

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum:

https://www.sportabler.com/shop/nexusnoobs

Upplýsingar fyrir foreldra

bottom of page