Námskeið

Nexus Noobs námskeiðin eru afurð hugmyndar Soffíu Elínar sálfræðings og var útfærð fyrir tæpum sex árum í samstarfi við Nexus sérverslun. Ætlunin var að hjálpa börnum og ungmennum til þess að kynnast frábærum áhugamálum sem tilheyra nördageiranum og kynnast félögum með sömu áhugamál. 

​​

Námskeiðin eru auglýst á Facebook hverju sinni. Staðsetning fer eftir námskeiðum og er útlistað áður en námskeiðin hefjast. Helgarnámskeið eru haldin aukalega og henta þau oft fólki á öllum aldri ef það er sérstaklega tekið fram. Hvetjum við fjölskyldur til þess að sækja helgarnámskeiðin.

 

Skráning er hér til hægri og í kjölfarið færðu senda staðfestingu um þátttöku og þegar nær dregur upplýsingaskjal um námskeiðið.

Allar upplýsingar um námskeiðin eru að finna hér fyrir neðan og á facebook. Ef þú vilt heyra í Soffíu Elínu eða frekari upplýsingar sendu tölvupóst á soffiaelin@sentia.is eða nexusnoobs@gmail.com

88f9cbf2b78d1a31108998357af21c02.png

SÚPER STELPUR

Sjálfstyrkur er samstarfsverkefni Paolu Cardenas sálfræðings og Soffíu Elínu Sigurðardóttur sálfræðings. Soffía og Paola eru reynslumiklir sálfræðingar hvað varðar meðferðar- og hópavinnu með börnum og ungmennum.

Námskeiðið Súper Stelpur er ætlað unglingsstúlkum sem vilja læra leiðir til að takast betur á við tilfinningar sínar, læra leiðir "verkfæri” til að takast á við streitu og áreiti og læra að þekkja sjálfa sig og öðlast meira sjálfstraust.

Á námskeiðinu muna þær læra allt því sem viðkemur sjálfsmynd og sjálfstyrkingu, félagsfærni, tilfinningastjórnun og samskiptum.

Unnið er út frá hugrænni atferlismeðferð, díalektískri meðferð, núvitund og jóga. Sérsníðum við námskeiðin eftir aldri, kyni og sérþörfum þátttakenda og hópa á vegum stofnana og skóla.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið og skrá þátttakendur á www.sjalfstyrkur.is

Hægt er að ná sambandi af Soffíu og Paolu með tölvupósti eða í gegnum heimasíðu og facebook.

Viðtöl við Soffíu Elínu sálfræðing um Nexus Noobs námskeiðin:
Screen Shot 2018-01-22 at 23.48.11.png
MG_8198.jpg

Those who don't believe in magic will never find it

Soffía Elín stendur fyrir tvenns konar námskeiðum. Annars vegar Nexus Noobs námskeiðin sem eru unnin í samstarfi við Nexus og hins vegar Súper námskeiðin sem eru í samstarfi við Paolu Cardenas sálfræðing. 

© 2020 Sentia Sálfræðistofa

551-0777   |   sentia@sentia.is

  • Facebook Social Icon