Námskeið

Soffía Elín Sálfræðingur átti hugmyndina að Nexus Noobs námskeiðunum og setti á laggir árið 2015 í samstarfi við Nexus sérverslun. Námskeiðin eru hugsuð til þess að hjálpa börnum og ungmennum til þess að kynnast skemmtilegum áhugamálum og eignast félaga með svipuð áhugamál. Í kjölfar breyttra aðstæðna 2020 hafa umbreytingar orðið á uppsetningu og snúa námskeiðin í dag að litlum sérsniðnum hópum þar sem leitast er við að efla félagatengsl og viðhalda vinskap til lengri tíma.

​​

Námskeiðin eru ætlum börnum og ungmenni en í sumum tilfellum fjölskyldum. Skráning er hér til hægri og þegar staðfesting kemur í kjölfarið telst  þátttakandi skráður. Þegar nær dregur að námskeiði þá færðu sent skjal með ítarlegri upplýsingum. Hægt er að fylgja Nexus Noobs eftir á facebook þar sem öll nýleg námskeið eru auglýst.​ Hægt er að hafa samband við Soffíu með tölvupósti.

​Súper Stelpur

Soffía Elín sálfræðingur er annar eiganda Sjálfstyrks sem sérhæfir sig í sjálfstyrkingarnámskeiðum fyrir allan aldur og ólíka hópa fólks. Heldur hún ásamt Paolu Cardenas sálfræðingi sérsniðin námskeið fyrir stofnanir og opin námskeið sem allir geta sótt.

Námskeiðin eru fyrstu sinnar tegundar þar sem áhrifaríkustu gagnreyndu sálfræðimeðferðum er blandað saman í eina heild og unnið með þátttakendum á áhrifaríkan hátt að öðlast meiri skilning á hugsunum, tilfinningum og hegðun ásamt því að læra áhrifarík bjargráð. 

Leitast er við að viðhalda hópastarfi meðal þátttakanda að loknu námskeiði með svipaðri uppsetningu og unnið er með þátttakendur á Nexus Noobs. Fá þar þátttakendur að nýta áfram færnina sem þau hafa lært á námskeiðum Sjálfstyrks.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér til hægri sem leiðir þig inn á heimasíðu Sjálfstyrks. Hægt er að hafa samband póstleiðis við bæði Paolu og Soffíu og einnig fylgja okkur eftir á facebook

Screen Shot 2018-01-22 at 23.48.11.png
MG_8198.jpg
88f9cbf2b78d1a31108998357af21c02.png

Súper Stelpur

Sjálfstyrkingarnámskeið

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglingsstúlkur þar sem áhrifaríkustu og gagnreyndu sálfræðimeðferðir eru notaðar. Skráning og frekari upplýsingar HÉR!

Dungeons-and-Dragons-movie.jpg

Hlutverkaspil

Dungeons & Dragons

Spilað er í litlum hópum allt frá viku til mánaðarlega. Hóparnir eru sérsniðnir á öllum aldri. Skráning og frekari upplýsingar HÉR!

dogd.png

Hlutverkaspil

Dungen Master námskeið

Lærðu að verða stjórnandi í hlutverkaspili. Helgarnámskeið þar sem farið er yfir helstu atriði. Skráning og frekari upplýsingar HÉR!

larp.jpg

LARP hlutverkaspil

Live Action Roleplaying

Helgarnamskeið í LARP og stefnt er að því að framlengja LARP námskeiðið út haust- og vormisseri. Skráning og frekari uppýsingar HÉR!

Spilahópur

Borð- og kortaspil

Sérésniðinn fámennur spilahópur þar sem kynnt eru fjölbreytt borðspil og kortaspil (pokemon, magic, yugioh). Skráning og frekari upplýsingar HÉR!

© 2020 Sentia Sálfræðistofa

551-0777   |   sentia@sentia.is

  • Facebook Social Icon