Félagastyrkur og Sjálfstyrkur

FÉLAGASTYRKUR
Félagastyrkur (Nexus Noobs) námskeiðin voru sett á laggir af Soffíu Elínu sálfræðingi árið 2015 til þess að mæta mikilli þörf á skipulögðu hópastarfi fyrir börn og unglinga með áhuga á hlutverka-, korta- og borðspilum svo eitthvað sé nefnt.
Skráning fer fram hér fyrir neðan en þarf að greiða námskeið til þess að tryggja sér pláss. Þegar nær dregur þá færðu sendar ítarlegri upplýsingar um námskeiðið. ATH - þátttaka er takmörkuð og því ekki hægt að mæta á námskeið án staðfestingar!
Hægt er að fylgja Nexus Noobs eftir á facebook þar sem öll nýleg námskeið eru auglýst. Fyrir frekari spurningar er hægt að hafa samband við Soffíu Elínu sálfræðing með tölvupósti. Samstarf er við trausta og reynda kennara sem starfa fyrir Nexus Noobs.