

Börn, ungmenni & fjölskyldur
Umsoffíu
Sentia Sálfræðistofa hóf starfsemi árið 2011 og hefur sálfræðiþjónustan sérhæft sig í sálfræðimeðferð og greiningu barna, ungmenna og fjölskyldum. Hjá Sentiu starfa sálfræðingar sem hafa víðtæka menntun og reynslu af störfum með börnum, ungu fólki og fjölskyldum. Gott samstarf er við aðra meðferðaraðila, barna/geðlækna og stofnanir.
Skjólstæðingar sem leita til sálfræðings í gegnum félagsþjónustu eða barnaverndar þurfa að hafa beiðni frá viðkomandi stofnun svo hægt sé að bóka viðtal.
Skjólstæðingar sem óska eftir fyrsta viðtali geta sent fyrirspurn með tölvupósti eða fyllt út skráningarformið sem er að finna HÉR.
Viðtalið hjá sálfræðingi kostar 23.000 kr.
Frekari upplýsingar um viðtalsmeðferð og fyrsta viðtal er að finna HÉR. Athugið að gjald er tekið fyrir viðtal sem ekki er afboðað með 24 klst fyrirvara.