Súper bækur
Soffía Elín Sigurðardóttir og Paola Cardenas sálfræðingar frumsömdu og gáfu út barnabækur sem byggja á gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Hugmyndin á bakvið bækurnar er að miðla sálfræðiþekkingu og bjargráðum til barna allt frá þriggja ára og eldri. Bækurnar eru ætlaðar foreldrum jafnt sem fagaðilum.
Hægt er að kaupa fyrstu tvær bækurnar í helstu verslunum og hjá Króníku.

