

Börn, ungmenni & fjölskyldur
UmsOFFÍU
Eigandi Sentiu Sálfræðistofu, Nexus Noobs og Sjálfstyrks

Menntun
Mastersgráða í skóla- og þroskasálfræði við Western Sydney University (WSU) Ástralíu
Bachelorgráða í sálfræði frá Háskóla Íslands
Stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands af hagfræði- og tungumálabraut.
Starfsreynsla
Skólasálfræðingur í Sydney, Ástralíu í sálfræðiklíník og grunnskólum við greininga- og meðferðarvinnu. Meðal handleiðara voru Tim Hannan klínínskur taugasálfræðingur, fyrrv. form. Ástralska sálfræðingafélagsins (APS) og Dr. Patsy Tremayne íþróttasálfræðingur og prófessor.
Sálfræðingur Barnaverndar Reykjavíkur og kom þar að fjölbreyttum verkefnum sem snéru að meðferðar- og greiningarvinnu barna og unglinga ásamt handleiðslu við kyn- og fósturforeldra. Hefur hún einnig starfað sem skólasálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts sem og í Garðabæ.
Soffía Elín hefur sótt fjölda námskeiða, fyrirlestra og ráðstefna sem snúa að þroska, hegðun og líðan barna og unglinga ásamt meðferðarúrræðum fyrir börn, unglinga og fullorðna. Leggur hún ríka áherslu á endurmenntun ásamt því að sækja reglulega handleiðslu hjá reynslumiklum sálfræðingum og geðlæknum.
Meðferðarnálgun
Dialectical Behaviour Therapy (DBT)
Acceptance Commitment Therapy (ACT)
Eye Movement Desensitization and Reprocessing (EMDR)
Rational Emotive Behavior Therapy (REBT)
Sérhæfing
Soffía Elín er sérhæfð í sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni þá bæði hvað varðar meðferð og greiningu á frávikum í þroska, hegðun og líðan hjá börnum, unglingum og fullorðnum.
Sérhæfing; sjálfsstyrking og sjálfsmynd, ákveðni- og félagsfærniþjálfun, forsjár- og umgengnismál, stuðningsúrræði fyrir fósturbörn o.fl.
Hefur hún réttindi á að framkvæma sálfræðiathuganir og greiningar, forsjárhæfnimat á foreldrum, talsmaður í málefnum barna og unglinga, matsmaður í dómsmálum o.fl.
Soffía Elín hefur hefur um árabil haldið fyrirlestra fyrir um ýmis málefni s.s. ákveðniþjálfun, sjálfsmynd, frávik í taugaþroska svo eitthvað sé nefnt. Fyrirlestrarnir eru einnig haldnir fyrir starfsfólk leik/skóla og aðrar stofnanir. Hægt er að óska eftir fyrirlestri með því að hafa beint samband við Soffíu Elínu með tölvupósti soffiaelin@sentia.is
Rannsóknir
Áhugi hefur beinst að taugaþroska barna og unglinga. Rannsóknir í Bachelor- og Mastersnámi hafa snúið að notkun orðaminnisprófs sem metur taugaþroska fullorðinna (RAVLT) og barna (CAVLT).
Mastersrannsókn: ,,The Effects of Self-regulation on Working Memory in Adolescents with consideration of gender difference (2008)."
Bachelorrannsókn: ,,Áreiðanleiki Rey orðaminnisprófsins: Endurprófunaráreiðanleiki á upprunalegri útgáfu og áreiðanleiki milli hliðstæðrar útgáfu og þeirrar upprunalegu."