top of page

10 vikna námskeið

Nexus Noobs

Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast vinsælustu nördaáhugamálunum. Í hverri viku er farið í nýtt viðfangsefni að undanskildum tveimur hlutverkaspila hittingum (Dungeons and Dragons). Á lokahittingi er frjálst og pizzapartý. Andrúmsloftið er afslappað og leitumst við að stýra sem minnst þátttakendum og hvetjum til frumkvæðis og sjálfstæðis. Unlimited námskeiðið er hins vegar rammaðra og meiri stuðningur við þátttakendur. Markmið námskeiðis er að læra inn á ólík áhugamál og vita hvað er i boði. Þekking þátttakanda er mismunandi eftir viðfangsefnum og komum við á móts við alla.

Noobs hefðbundið
13. september kl. 17-19

Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast vikulega nýjum viðfangsefnum eins og borðspil, safnkortaspil, hlutverkaspil, módelsmíði, herkænskuleiki, vísindaskáldskap, fantasíur, myndasögur og margt fleira. Ætlað krökkum sem funkera vel í hópi.
 

 
Staðsetning: Spilasalur Nexus sérverslunar
Dagsetning: Hefst þann 13. september á þriðjudögum kl 17-19 vikulega í 10 vikur
Verð: 65.000,- kr (frístundarkort gildir)

Noobs Unlimed 
15. september kl. 17-19

Námskeiðið er sérsniðið að þörfum unglinga sem eiga erfiðara með að funkera í stórum hópum eða þurfa meiri aðstoð. Uppsetningin er sú sama og á hefðbundnu 10 vikna námskeiðunum en verður utanumhald þéttara þar sem samstarf er við fleiri sálfræðinga og stofnanir.  

Staðsetning: Spilasalur Nexus sérverslunar.

Dagsetning:  Hefst þann 15. september á fimmtudögum kl 17-19 vikulega í 10 vikur

Verð: 65.000,- kr (frístundarkort gildir)

Upplýsingar fyrir foreldra

Hittingar fara fram í spilasal Nexus, Glæsibæ. Upplýsingar um virkni á námskeiðinu sjálfu, ljósmyndir og tilkynningum er póstað á lokaðan facebook hóp fyrir foreldra og unglinga. Linkurinn á hópinn er sendur í tölvupósti áður en námskeiðið hefst. Vinsamlega bætið ykkur í hópinn.

Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti eða með skilaboðum á facebook síðu Nexus Noobs. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992 eða með tölvupóst nexusnoobs@sentia.is

 

Hittingarnir byrja kl 17.00 í spilasal og lýkur þeim kl 19.00. Opið er í spilasal lengur og þar geta unglingarnir beðið eftir að verða sóttir. Ef unglingar geta ekki beðið sjálfir þá er mikilvægt að foreldrar komi 10-15 mín fyrr og er sjálfsagt að fá að fylgjast með virkninni á námskeiðinu.

Upplýsingar fyrir foreldra

Greiðslu upplýsingar:

Kennitala; 490315-2090

Reikningsnúmer: 0322-22-004309

Verð: 65.000,-kr

Námskeiðisgjald greiðist með frístundarkorti eða millifærslu á reikning og sendið staðfestingu með nafni þátttakenda á nexusnoobs@sentia.is​

bottom of page