top of page
A7C36618-A52B-46CD-B1D8-DA16C94923DD.jpg

Námskeið í hlutverkaspilum

Námskeið fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur sem hafa áhuga á að spila hlutverkaspil. Eins og eru Dungeons & Dragons og LARP námskeiðin starfrækt í Grænuhlíð. 

Bjóðum við upp á námskeið í öruggu og notalegu fjölskylduvænu umhverfi þar sem börn og unglingar eru velkomin. Hlutverkaspilanámskeiðin í Dungeons & Dragons fara fram á fundarherbergi en hittingar á LARP námskeiðum fara fram í fundarsal Grænuhlíðar en larpað er í nálægum ævintýraskógi.

Staðsetning: Grænahlíð, Sundagörðum 2, 2. hæð - Sundaboginn

  • Facebook
  • LinkedIn
  • Instagram

Um námskeiðin

Soffía Elín sálfræðingur fékk hugmyndina árið 2014 að koma á laggir námskeiðum þar sem unnið væri að sjálfstyrkingu og félagstengslum hjá unglingum í gegnum áhugamál sem á þeim tíma þóttu framandi og voru lítið þekkt meðal almennings, þ.e. hlutverkaspil, kortaspil, herkænskuspil o.fl. Starfrækti hún námskeiðin allt frá árinu 2015 sem þá hétu Nexus Noobs en undir því heiti útfærði hún mörg námskeið. Samhliða námskeiðahaldi hélt Soffía Elín reglulega fyrirlestra og fræðslu um áhugamálin, gagnsemi þess að samtvinna sálfræðilega íhlutun. Þetta öfluga framtak skilaði sér í stóraukinni þekkingu meðal almennings á áður jaðarsettum áhugamálum sem urðu samfélagslega samþykkt og njóta mikilla vinsælda.

 

Frá árinu 2020 hefur áhersla Soffíu Elínar alfarið snúið að hlutverkaspilum þar sem aðstæður buðu ekki upp á aukin umsvif námskeiðanna. Mikið þróunarstarf hefur átt sér stað á síðustu árin og hafa námskeiðin t.a.m. verið árangursmetin hjá sálfræðideild Háskóla Íslands. Námskeiðin reynast frábær vettvangur til þess að efla félagsfærni og sjálfstyrkingu í gegnum hlutverkaspil og samveru. Námskeiðin eru starfrækt að öllu leyti af Sentia Sálfræðistofu og eru tengjast á engan hátt Nexus.

Frekari uppbygging á námskeiðunum er loksins hafin en eru námskeið Soffíu Elínar fyrstu sinnar tegundar líklega í heiminum, rétt eins og rannsóknarviðfangsefnin, þar sem sálfræði íhlutun er samtvinnuð í hlutverkaspilum. Gerum við ríkar kröfur til kennara sem starfa hjá okkur til þess að tryggja að börn og ungmenni sem námskeiðin sækja mæti velvild, stuðningi og öryggi.

© 2025 Sentia Sálfræðistofa                                              Grænahlíð - Sundagarðar 2, 2. hæð  104 Rvk

  sentia@sentia.is                    

  • Facebook Social Icon
bottom of page