top of page

Acceptance & Commitment Therapy

Acceptance Commitment Therapy (ACT) er sálfræðimeðferð með sterkan vísindalegan bakgrunn og leggur ACT áherslu á að vinna með tengsl hugsana og tilfinninga.

Að kasta akkeri:

Að kasta akkeri er verkfæri sem hægt er að nota til þess að takast á við erfiðar hugsanir, tilfinningar, upplifanir, minningar og langanir á áhrifaríkari hátt. Með því að taka eftir og vinna með óþægindin á þennan hátt, erum við meðvitað að taka stjórnina í stað þess að keyra áfram dag eftir dag á sjálfstýringu og sitja föst í sama mynstrinu.

 

Það eitt að ,,taka eftir" því sem á sér stað í huga og líkama (tilfinningar) eykur innsýn (hvernig þér líður, hugsar) og færni til þess að skoða upplifun okkar í erfiðum aðstæðum, t.d. tekið betur eftir ofhugsunum og áhyggjum. Aukin innsýn og færni okkar til þess að takast á við vanda eða verkefni sem veldur vanlíðan þ.e. meiri sjálfstjórn = dregur úr hvatvísi og óhálplegri hegðun.

 

Aðferðin felur í sér þrjá þætti:

1) Taktu eftir og samþykktu hugsanir þínar og tilfinningar

2) Komdu aftur inn í líkama þinn

3) Gerðu það sem þú varst að gera

1) Taktu eftir og samþykktu hugsanir þínar og tilfinningar

 

Komdu þér fyrir í sitjandi eða liggjand stöðu. Sumum finnst betra að loka augunum.

1) Taktu eftir því og samþykktu hvað sem kemur upp í líkama þínum (hugsanir, tilfinningar, upplifanir, minningar, langanir) og skoðaðu með forvitni eða áhuga.
 

2) Haltu áfram að taka eftir hugsunum þínum og tilfinningum.

Komdu síðan aftur í líkama þinn. Markmiðið er að vera inni í líkamanum og taka eftir því sem á sér stað (jafnvel ef óþægilegt) og að vera í tengslum við líkama á sama tíma.

Finndu fyrir líkama þínum t.d. með því að

 - þrýsta rólega fótum að jörðu

 - rétta rólega úr bakinu (ef sitjandi)

 - þrýsta rólega fingrunum saman

 - teygja rólega úr handleggjum, hálsi eða rúlla öxlum

 - dragðu andann nokkrum sinnum rólega


3) Gerðu það sem þú varst að gera. Taktu eftir því sem þú varst að gera og finndu þína leið með t.d.

 - líttu í kringum þig og nefndu 5 hluti sem þú sérð

 - taktu eftir 3-4 hlutum sem þú heyrir

 - taktu eftir því sem þú getur fundið lykt eða bragði af

 - taktu eftir því sem þú ert að gera

​​

Æfðu þetta reglulega þegar hvers kyns óþægindi koma upp í huga eða líkama.

Drop anchor 2 min
00:00 / 01:58
Drop anchor 7 min
00:00 / 06:27
Drop anchor 11mins
00:00 / 11:37
happiness trap.jpg

© 2025 Sentia Sálfræðistofa                                              Miðstöð Sálfræðinga Reykjavíkurvegi 68, 2. hæð 

  sentia@sentia.is                    

  • Facebook Social Icon
bottom of page