top of page
ATHYGLISBRESTUR MEÐ/ÁN OFVIRKNI/HVATVÍSI (AD/HD)

Hvað er ADHD?

ADHD (Attention Deficit Disorder/Hyperactivity) er röskun í taugaþroska sem þýðir að heilastarfsemi er örlítið frábrugðin.

Um er að ræða tvennskonar raskanir, annarsvegar athyglisbrest án ofvirkni/hvatvísi (ADD) og hinsvegar athyglisbrest með ofvirkni/hvatvísi (ADHD).​

Greining og meðferð ADHD

Rannsóknir gefa til kynna að um 5 – 10% barna eru með ADHD að í hverjum bekk gætu 2 eða 3 einstaklingar með slík frávik.

Strákar eru oftar greindir, þrír strákar á móti hverri stelpu en talið er að það orsakist að vangreiningu meðal stelpna.

Ekki er hægt að alhæfa um hvernig einstaklingur með ADD/ADHD er, þar sem allir hafa mismunandi persónuleika, koma frá mismunandi aðstæðum með sína hæfileika og sín áhugamál.

Með tilkomu betri matsækja, aukna þekkingu á AD/HD og aðgengi að sálfræðingum á síðustu árum hefur verið unnt að grípa fyrr inn í þá bæði með greiningum og íhlutun. Reynist það mikilvægt svo að viðkomandi þrói ekki með sér enn frekari vandkvæði t.a.m. í námi og félagatengslum. Vegna vangreininga og annarra þátta er því hægt að greinast því með ADHD á fullorðinsárum. ADHD er arfgengt og er því líklegt að fleiri fjölskyldumeðlimir hafi einkenni um eða slíka greiningu.

Lyfjameðferð reynist enn þann dag í dag árangursríkasta meðferðin við athyglisbresti og ofvirkni/hvatvísi og er stýrt af barna/geðlæknum. Reynist meðferð stundum vera tímabundin  en er það mjög einstaklingsbundið.

Vandkvæði leysast ekki með einu að sæta lyfjameðferð og þykir því æskilegt að eftirfylgni sálfræðinga eigi sér stað samhliða þar sem unnið er með​ líðan, breytingu á hegðunarmynstri, skipulagi og fleiru sem algengt er að hamli fólki með greiningu um ADHD.

Athyglisbrestur

Fólk með athyglisbrest getur átt erfitt með að skipuleggja sitt daglega líf og ýmiss verkefni. Oft geta þau virðst hafa slakt tímaskyn. Einstaklingar með athyglisbrest kvarta gjarnan undan því að eiga erfitt með að einbeita sér að einu verki í lengri tíma og vera mjög auðveldlega trufluð af utanaðkomandi áreitum.

Ofvirkni

Einstaklingur sem er með ofvirkni getur átt erfitt með að sitja kyrr til lengri tíma. Getur borið á hreyfióróleika, fikt, pikki eða poti. Yngri börn með ofvirkni er stundum líkt við þeytispjöld með mikla orku og geta átt til með að príla, hlaupa og klifra um allt.

Hvatvísi

Fólk sem er hvatvíst á það til að framkvæma áður en það hugsar. Erfitt getur því reynst að stjórna skapi sínu eða leyna tilfinningum sínum fyrir öðrum. Getur borið á óþolinmæði með að t.d. bíða í röð eða troða sér ekki inn í samræður annara.

ADHD samtökin eru samtök fyrir börn, fullorðna og aðstandendur fólks með greiningu um athyglisbrest- með eða án ofvirkni/hvatvísi. Hægt er að sækja ýmis námskeið og fræðslu hjá þeim.

Greining og meðferð

Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur framkvæmir ADD og ADHD greiningar á börnum, unglingum og ungmennum. Vísað er í viðeigandi úrræði eftir því sem þarf og unnið með vandkvæði. 

Sjá meira um Soffíu Elínu sálfræðing.

Stuðningssamtök

l_1330441966_adhd-logo2011.jpg
Gagnlegt lesefni
51MFIDT9EIL._SX350_BO1,204,203,200_.jpg
41vg6YdZgfL._SX348_BO1,204,203,200_.jpg
51f7LFrYPRL._SX385_BO1,204,203,200_.jpg
51B4h5QLg4L.jpg
bottom of page