top of page

Hlutverkaspil Drekar og Dýflyssur

Dungeons & Dragons

long_weapons.jpg
Sci Fi Dragon

Hlutverkaspil eru frábær skemmtun, þroskandi og uppbyggileg leið til þess að eiga í samskiptum og tengjast á skemmtilegan hátt. Tilgangur námskeiðis er að kenna þetta frábæra spil og búa til góðan hóp sem getur haldið áfram að spila saman. 

Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast einu allra vinsælasta hlutverkaspili síðustu áratuga. Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. 

Spilamennskan hefst strax og karakterar eru tilbúnir og lærum við mest á því að í spila. Mikilvægt er að spyrja því dýflyssumeistarann hvenær sem er þegar eitthvað er óljóst eða ef þú vilt aðstoð.Leyfilegt er að standa upp og hreyfa sig en pása er alltaf tekin. Einnig má líka snarla á meðan spilað er. Leitumst við almennt við að skapa andrúmsloft sem er jákvætt og afslappað.  

Vikuleg námskeið
í hlutverkaspilum

Þátttakendur hittast vikulega og spila saman í 4-6 manna hópi sem er sérstaklega valinn saman saman. Raðað er í hópa eftir reynslu í hlutverkaspilum, aldri, óskum þátttakenda og fleiru. Á fyrsta hittingi er farið yfir karakterinn sem þú munt spila og reglurnar í hluterkaspilum. Hafi þátttakandi hugmyndir um karakterinn sinn, eigin teninga o.s.frv. þá er rakið að koma með slíkt með sér á fyrsta hitting. Leyfilegt er að koma með nesti eða annað með sér.
 
Staðsetning: Spilasalur Nexus
Dagsetning: Auglýst reglulega yfir yfir árið og er haldið vikulega í 8 skipti.
Verð: 45.000,- kr (frístundarkort gildir)

Helgarnámskeið
í hlutverkaspilum

Þátttakendur hittast yfir helgi (frá föstudegi til sunndags) og spila saman í 4-6 manna hópi. Raðað er í hópa eftir reynslu í hlutverkaspilum, aldri, óskum þátttakenda og fleiru. Á fyrsta hittingi er farið yfir karakterinn sem þú munt spila og reglurnar í hluterkaspilum. Hafi þátttakandi hugmyndir um karakterinn sinn, eigin teninga o.s.frv. þá er rakið að koma með slíkt með sér á fyrsta hitting. Leyfilegt er að koma með nesti eða annað með sér. 

Staðsetning: Spilasalur Nexus

Dagsetning:  Auglýst reglulega

Verð: 45.000,- kr (frístundarkort gildir)

Greiðsla fyrir námskeið

Upplýsingar fyrir foreldra

Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti eða með skilaboðum á facebook síðu Nexus Noobs. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992 eða með tölvupóst nexusnoobs@sentia.is

 

Hittingarnir byrja stundvíslega. Opið er í spilasal lengur og þar geta unglingarnir beðið eftir að verða sóttir en einnig geta foreldrar komið 10-15 mín fyrr og fylgst með virkni á námskeiðinu.

bottom of page