Hlutverkaspil Drekar og Dýflyssur
Dungeons & Dragons
Hlutverkaspil eru frábær skemmtun, þroskandi og uppbyggileg leið til þess að eiga í samskiptum og tengjast félögum á skemmtilegan hátt. Á námskeiðinu er spilað í litlum í hópum með reyndum stjórnanda (Dýflyssumeistari) sem útskýrir reglurnar og hjálpar þátttakendum að búa til karakter sem þátttakendur nota í leiknum. Spilamennskan hefst um leið og karakterarnir eru tilbúnir og læra þátttakendur mest á því að spila. Námskeiðið hentar því bæði byrjendum og lengra komnum. Þátttakendur mega ávallt ráðfæra sig við dýflyssumeistarann, hvort sem spurningar snúa að spilinu eða öðru.
Við leggjum upp úr því að skapa jákvætt og afslappað andrúmsloft á hittingum. Leyfilegt er að standa upp og hreyfa sig á meðan spilað er og stundum finnst hópum gott að taka stutta pásu á spilahittingum. Leyfilegt er að snarla á meðan spilað er, svo vinsamlega upplýsið okkur strax ef þátttakandi er með ofnæmi. Leyfilegt er að koma með eigin teninga og fyrirfram útbúinn karakter sem þarfnast þó samþykkis Dýflyssumeistarans.
Til þess að spilahittingar gangi sem best þurfa þátttakendur að fylga einföldum reglum um að koma fram af virðingu og sýna hvoru öðru tillitsemi. Mikilvægt er að allir þátttakendur fái rými til þess að tjá sig og stýra sínum karakter. Æskilegt er að koma ekki með matvæli á hittinga sem lykta mikið. Dýflyssumeistarar eru í góðum samskiptum við stjórnendur Nexus Noobs um hvernig hittingar ganga og geta foreldrar einnig haft samband við okkur í skilaboðum á Sportabler eða með tölvupósti.
Vikuleg námskeið
í hlutverkaspilum
Þátttakendur hittast vikulega og spila saman í 4-6 manna hópi undir stjórn Dýflyssumeistara. Á fyrsta hittingi eru karakterar útbúnir og farið yfir reglurnar í hlutverkaspilum.
Hafi þátttakandi nú þegar hugmyndir um karakterinn sinn (teiknuð eða útprentuð mynd, nafn, sögu, tegund o.s.frv) þá er upplagt að koma með krakterinn með sér á hittingi og fá samþykki frá dýflyssumeistara um að karakterinn passi inn í ævintýrið. Hvetjum við þátttakendur sem eiga teninga til þess að koma með þá á hittinga. Aðrir fá lánaða teninga hjá okkur. Leyfilegt er að koma með nesti eða annað með sér en taka tillit til annarra þátttakenda hvað það varðar.
Vinsamlega upplýsið okkur strax um ofnæmisvalda.
Staðsetning: Spilasalur Nexus
Dagsetning: Vor- og haustmisseri (sjá Sportabler)
Verð: 45.000,- kr (frístundarkort gildir)
Sumarnámskeið
í hlutverkaspilum
Þátttakendur hittast í heila viku í senn og spila saman í 4-6 manna hópi undir stjórn Dýflyssumeistara. Á fyrsta hittingi eru karakterar útbúnir og farið yfir reglurnar í hlutverkaspilum.
Hafi þátttakandi nú þegar hugmyndir um karakterinn sinn (teiknuð eða útprentuð mynd, nafn, sögu, tegund o.s.frv) þá er upplagt að koma með krakterinn með sér á hittingi og fá samþykki frá dýflyssumeistara um að karakterinn passi inn í ævintýrið. Hvetjum við þátttakendur sem eiga teninga til þess að koma með þá á hittinga. Aðrir fá lánaða teninga hjá okkur. Leyfilegt er að koma með nesti eða annað með sér en taka tillit til annarra þátttakenda hvað það varðar.
Vinsamlega upplýsið okkur strax um ofnæmisvalda.
Staðsetning: Spilasalur Nexus
Dagsetning: Sumar 2024 (sjá Sportabler)
Verð: 34.000 - 42.000,- kr (frístundarkort gildir)
Upplýsingar fyrir foreldra
Hægt er að hafa samband við stjórnendur með tölvupósti nexusnoobs (a) sentia is , skilaboðum á Sportabler eða á facebook síðu Nexus Noobs. Á hittingunum sjálfum svörum við í Noobs símanúmerið 692-9992.
Hittingarnir byrja stundvíslega. Opið er í spilasal lengur og þar geta þátttakendur beðið eftir að verða sóttir en einnig geta foreldrar komið 10-15 mín fyrr og fylgst með virkni á námskeiðinu.