top of page
EYE MOVEMENT DESENSITIZATION AND REPOROCESSING ( EMDR)
EMDR-web-illustration-enlarged.jpg
511aCyoQ4HL._SX325_BO1,204,203,200_.jpg

Áföll skilgreinast á þann hátt að okkur finnst lífi okkar eða heilsu vera ógnað. Raunveruleg hætta þarf ekki að vera til staðar, heldur upplifun um slíkt og jafnvel einungis í augnablik. Hættan getur einnig verið óbein, þ.e. við orðið vitni að atburði sem hendir aðra. Áföll geta líka verið langvarandi streita t.a.m. einelti eða afleiðingar vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Í kjölfar áfallatengdra atburða þróast í sumum tilfellum áfallastreita. Einkenni um streitu koma bæði fram í líðan og hegðun þegar frá líður. Ef ekkert er aðhafst getur áfallastreitan valdið truflunum á daglegri virkni og hamlað mjög fólki að mikilvægt er að vinna úr afleiðingum áfalls.

EMDR er heildstæð áfallameðferð þar sem unnið er bæði út frá nálgunum hugrænnar atferlismeðferðar ásamt úrvinnslu erfiðra minninga, hugsana eða tilfinninga. Markmið og uppsetning EMDR meðferðar er að vinna fyrst og fremst með tilfinningar þar sem áföllin trufla mest. Afleiðing þessara truflana eiga sér sér stað síðan í rökhugsun og hegðun.

 

Úrvinnsla á sér stað með er að draga úr eða ónæma þær tilfinningar sem valda verulegum truflunum og vanlíðan hjá fólki sem hefur orðið fyrir áfalli. Atburðurinn sem skráðist inn í heilann og líkamann fær viðkomandi til að upplifa enn hættuástand. Á sér því viss endurkóðun stað á atburðum og minningum í meðferðinni. 

Skjólstæðingur hefur fulla meðvitund á meðan úrvinnsla stendur yfir og er EMDR ekki það sama og dáleiðsla. EMDR meðferðarvinnan snýr hins vegar að tilfinningum, að við þurfum að sleppa takinu á rökhugsunni sem vill leita í svör og skýringar við þeim hugsunum sem koma upp við úrvinnsluna.

Mikilvægt er að hafa í huga áður en þú byrjar í meðferð sem snýr að áfallaúrvinnslu er að þú hefur stjórn á aðstæðum. Þú þarft fyrst og fremst að treysta þér inn í aðstæðurnar sem unnið er með og vera opin/n við meðferðaraðila ef eitthvað er óljóst eða óþægilegt fyrir eða í úrvinnslunni. Hægt er að vinna með áfall í skrefum og er ekki nauðsynlegt að byrja á að opna á alla æskuna sem getur fundist erfið tilhugsun. Unnið er í lotum og úrvinnslan sjálf er ekki endilega mörg skipti eða eina meðferðarvinnan.

bottom of page