top of page
HUGRÆN ATFERLISMEÐFERР(HAM)
Hugræn atferismeðferð (HAM) eða Cognitive Behaviour Therapy (CBT) er gagnreynt meðferðarform þar sem unnið er t.d. með kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat og fælni. Byggist HAM á hugrænni meðferð og núvitund.
 
Leitast er við að vinna með tilfinningar fólks og að ná jafnramt tökum á þeim. Hentar meðferðin vel til sjálfstyrkingar og félagsfærni. Í HAM eru tengslin milli tilfinninga, hugsana, líkamlegra einkenna þ.e. hegðunar skoðuð.
 
Hugsanir, tilfinningar og hegðunin okkar hafa áhrif hvert á annað. Til dæmis, ef ég hugsa að ég sé leiðinlegur verð ég leiður og þori kannski ekki að hringja í vini mína.
 
Í HAM lærum við að skilja betur hvað gerist í huganum okkar þegar okkur líður illa. Einnig lærum við að taka betur eftir viðbrögðum okkar í ákveðnum aðstæðum (hegðun okkar) og hvernig er hægt að bregðast öðruvísi við til að bæta líðan. Til dæmis, ég hringi í vini mína og spyr hvort þeir vilji leika í staðinn fyrir að forðast það.
unnamed.jpg
Creative Thoughts
896f46fca8c4fed.jpg
bottom of page