top of page
Hlutverkaspil
- helgarnámskeið febrúar
Hlutverkaspil eru frábær skemmtun, þroskandi og uppbyggileg leið til þess að eiga í samskiptum og tengjast á skemmtilegan hátt. Tilgangur námskeiðis er að kenna þetta frábæra spil og búa til góðan hóp sem getur haldið áfram spilun.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er ætlað byrjendum og þeim sem eru lengra komnir á öllum aldri. Þátttakendum er raðað í hópa m.a. eftir aldri, getu og þekkingu á hlutverkaspilinu. Hóparnir eru með 4-5 spilurunum og dýflyssumeistari stýrir spilinu.

Sérsniðið námskeið?
Góður spilahópur samanstendur ekki endilega af einsleitu fólki heldur getur fjölbreytileiki gert spilamennskuna enn þá skemmtilegri og ólíkar ákvarðanir teknar af spilurum sem móta og þróa ævintýrið. Leitast er að útbúa hóp og fylla þarf því út lista af upplýsingum sem eingöngu Soffía Elín sálfræðingur fær upplýsingar um og raðar í hópa sem hittast í Nexus og spila í næði.

Uppsetning námskeiðis
Á fyrsta hittingi (föstudagur kl 17-19) er farið yfir karakterinn sem þú lærir að spila og reglurnar í Dungeons og Dragons (fer eftir þátttakendum ). Ef þú ert með hugmyndir um karakter (sögu, mynd eða teikningu) þá endilega komdu með það með þér og dýflyssumeistarar skoðar hvort hægt er að setja karakterinn inn í ævintýrið. Þátttakendur móta söguna! Um helgina er spilað frá 13-17 og mikilvægt að mæta á réttum tíma. Kennarar hafa grímu allan tímann.

Spilamennskan hefst því strax og karakterar eru tilbúnir og lærum við mest á því að í spila. Mikilvægt er að spyrja því dýflyssumeistarann hvenær sem er þegar eitthvað er óljóst eða ef þú vilt aðstoð. Við spilum í 4 klst. og er því æskilegt að koma með nesti meðferðis. Sumir vilja koma með eigin teninga en annars sköffum við allt sem þarf og ef eitthvað sem vantar þá verður því reddað. 
 
Leyfilegt er allan tímann á meðan spilamennsku stendur yfir að standa upp og hreyfa sig en pása er líka stundum tekin (fer eftir hvar ævintýrið er statt). Það má líka snarla á meðan spilað er. Leitumst við að hafa andrúmsloftið eins jákvætt og afslappað og hægt er. Traustir kennarar með góða reynslu og ná vel til barna og ungmenna.
D&D.png

Hlutverkaspil - drekar og dýflyssur

Verð: 32.000,-kr (10 klst spilun) 
 
Námskeiðisgjald greiðist með frístundarkorti eða millifærslu á reikn: 0322-22-004309; 490315-2090
 
Vinsamlega sendið staðfestingu með nafni þátttakenda á nexusnoobs@gmail.com
Dagsetning:

Staðsetning: Nexus spilasal (sérherbergi) eða í gegnum netið (discord).

Hægt er að ná í dýflyssumeisttara í síma 692-9992 á meðan hittingum stendur.

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir og fl. á Soffíu sálfræðing.
hobbit.png
human2.jpg
armour.png
elf.png
dvergar.png
gandalf.png
human1.jpg
bottom of page