top of page
KVÍÐI, STREITA & ÞUNGLYNDI

Eðlilegt er að finna fyrir kvíða þegar við teljum okkur vera í hættu eða

þegar við förum út fyrir þægindarammann. Þegar við upplifum

óöryggi eða ótta þá fara hugsanir gjarnan á flug um að það versta

geti gerst, ótti um að gera mistök eða hræðast að eitthvað slæmt

muni koma fyrir okkur. 

Undir viðeigandi aðstæðum líkt og þegar við reynum á okkur þá er

eðlilegt að upplifa kvíða eða spennu. Líkaminn hrekkur í gang og er

tilbúinn fyrir að takast a við verkefni og aðstæður sem þarfnast orku og

einbeitingu. Kvíða fylgja líkamleg einkenni sem setja okkur í viðbragðsstöðu svo við getum brugðist hratt við ef þess þarf. Líkamleg einkenni geta verið vöðvaspenna, sviti, magaverkur, flökurleiki, höfuðverkur, svimi, óreglulegur eða hraður hjartsláttur.

 

Þegar hins vegar við erum farin að upplifa óeðlilega mikil viðbrögð við ,,minniháttar aðstæðum" eða viðvarandi kvíða og vanlíðan sem hamlar okkur í daglegu lífi, þá getum við sagt að klínísíkum viðmiðum er náð um einkenni sem minna á kvíða​.

Meðferðarvinna með kvíða er ekki flókin og er gjarnan notast við hugræna meðferð. Mikilvægt er að skjólstæðingar tileinki sér skilning á því sem á sér stað í líkamanum, tilfinningastjórn og bjargráð þegar unnið er við úrlausnir á vandkvæðum sem valda kvíða hjá fólki.

Íþróttasálfræðier grein sem notar þekkingu sálfræðinnar til þess að stuðla að góðri frammistöðu og heilbrigði/vellíðan íþróttafólks. Íþróttasálfræðingar hjálpa einstaklingum oft í að takast á við streitu og pressu í keppni og hjálpa þeim að komast yfir vandamál í einbeitingu og hugarfari.  

 

Íþróttasálfræðingar geta einnig hjálpað íþróttafólki að bæta frammistöðu sína og að koma til baka eftir meiðsli. Íþróttasálfræðingar vinna ekki bara með afreksíþróttafólki heldur líka með fólki sem vill tileinka sér hreyfingu og heilbrigði. Hægt er að vinna með íþróttafólki í einstaklingsviðtölum eða í hóp.  

 

Hjálpum við íþróttafólki með kvíða, streitu, stress, óöryggi, hugarþjálfun, markmiðssetningu, jákvætt sjálfstal, hugarfar, slökun, sjálfstraust og keppnisrútínur. 

Stressed Woman
bottom of page