​NÚVITUND (MINDFULNESS)

Núvitund er þýðingin á „Mindfulness“ og 

byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar

og austrænnar þekkingu á hugleiðslu og slökun.

Samfélagið í dag getur verið mjög annasamt fyrir

unga sem aldna og er því mikilvægt að gæta að

þróa ekki með sér streitu. 

 

Núvitund snýst um að beina athyglinni að líðandi stundu í stað þess að hugurinn leiti sífellt fram á við sem getur valdið áhyggjum. Með því að njóta líðandi stundar er hægt að sporna við streitu og njóta einnig það sem við erum að gera hverju sinni. Æfingar í núvitund eru einfaldar og ólíkar. Misjafnt getur verið hvað hentar hverjum en reynist gagnlegt að byrja á einfaldari æfingum, líkt og að fylgjast með andardrættinum.

 

Líklegt er  að hugurinn reiki annað en snýst einmitt æfingin um að koma aftur til baka og veita því athygli sem við vorum að aðhafast. Hægt er að gera 5-10 mínútna æfingar fyrri hluta dags og lengra síðan atrennuna með tímanum. Flott markmið getur verið að hugleiða í 20 mínútur á dag. Núvitund þarf nefnilega að æfa til þess að ná árangri og hafa rannsóknir gefið til kynna að hægt er að bæta líðan. Með aukinni æfingu færðu betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. 

 

Núvitund er því öflugt bjargráð og getum við stýrt okkur út úr óþægilegum eða kvíðafullum aðstæðum með því að stoppa, vera í núinu þar sem þú ert örugg/ur. Ef þú ert í lagi núna þá verða jafnvel áhyggjurnar ekki eins slæmar.

Mindful breathing: Þú fylgist með andardrættinum,

hvernig lungum fyllast að lofti og hvernig þau

tæmast þegar þú andar frá þér. Hægt er að setja

höndina á brjóstkassann og beina þannig enn frekar

huganum að önduninni, eða prófa að anda eftir

æfingunni hér til hægri í 2 til 5 mínútur og sjá

hvað gerist. Það er í allt í lagi ef þú dettur út,

komdu til baka.

Gagnleg öpp í símann

Sniðugar bækur

© 2020 Sentia Sálfræðistofa

551-0777   |   sentia@sentia.is

  • Facebook Social Icon