top of page
​NÚVITUND (MINDFULNESS)
478breathe500x500c129revised.gif

Núvitund eða ,,Mindfulness“  byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og austrænni þekkingu á hugleiðslu og slökun. Með núvitund erum við að beina athyglinni að líðandi stundu. Einfaldlega með því að taka eftir því sem þú ert að gera akkúrat núna og njóta.

Núvitundaræfingar eru öflugt bjargráð og getum við stýrt okkur út úr óþægilegum eða kvíðafullum aðstæðum með því að stoppa, vera í núinu þar sem þú ert örugg/ur. Ef þú ert í lagi núna þá verða jafnvel áhyggjurnar ekki eins slæmar eða þú getur séð betur fyrir úrlausnum á vandkvæðum og áhyggjum sem voru að trufla.

Gagnsemi núvitundaræfinga hefur verið vinsælt rannsóknarefni síðustu árin. Gefa helstu niðurstöður rannsókna til kynna að 40 mínútuna æfingar daglega hafa jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða.

Með því að njóta líðandi stundar er hægt að sporna við streitu og njóta   betur alls þess sem gerum hverju sinni.

Núvitundaræfingar snúa helst að skynfærunum.

Við erum að veita því athygli sem við heyrum,

sjáum og finnum fyrir ásamt því að nota

lyktar- og bragðskyn. Æfingarnar geta því verið

margs konar en gott að byrja á einfaldari æfingum

sem snúa að því að fylgjast með andardrættinum.

Líklegt er  að hugurinn reiki annað þegar við leitumst við að beina huganum að andardrættinum eða annars konar ,,guided mindfulness" æfingar. Snýst æfingin því að miklu leiti um að snúa huganum aftur til baka og veita aftur athygli að því sem við erum að aðhafast. Hægt er að gera 5-10 mínútna æfingar fyrri hluta dags og lengra síðan atrennuna með tímanum. Æskilegt markmið getur verið að hugleiða í 20-30 mínútur á dag.

 

Til þess að ná árangri í núvitund þarf  að æfa reglulega, ekki nota eingöngu þegar eitthvað bjátar á. Með aukinni æfingu færðu betri stjórn á hugsunum og tilfinningum. 

Mindful breathing: Þú fylgist með andardrættinum, hvernig lungum fyllast að lofti og hvernig þau tæmast þegar þú andar frá þér. Hægt er að setja

höndina á brjóstkassann og beina þannig huganum enn frekar  að önduninni, eða prófa að anda eftir æfingunni hér að ofan í 2 til 5 mínútur og sjá hvað gerist. Því oftar sem þú æfir þig, því sjaldnar ættirðu að detta út.

Gagnleg öpp í símann

unnamed-2.png
img_15461-e1415208520888.png
gallery-1484856839-mindfulness-app.jpg
Mindfulness

Sniðugar bækur

foríða.png
51FgI6Vc7SL.jpg
418v-S99S+L.jpg
61Pb5b38NgL.jpg
bottom of page