top of page
SÁLFRÆÐILEG PRÓF OG MATSTÆKI

​Sálfræðingar notast við ýmis greiningartæki í viðtalsmeðferð sem og greiningum. Matslistarnir eru ólíkir í uppsetningu, efnislega og misjafnt hver fyllir út kvarðana. Algengastir eru sjálfsmatskvarðar og listar sem eru ætlaðir foreldrum og kennurum. Byggist útkoman á áliti hvers og eins um hegðun og líðan viðkomandi aðila. Greint getur því á milli upplýsinga frá ólíkum aðilum. Gagnlegt er að fá sem víðtækasta upplýsingar til þess að fá sem bestu mynd af vandanum og byggir góð athugun á fjölbreyttum upplýsingum. 

Sálfræðipróf búa yfir meiri áreiðanleika þar sem verið að leggja fyrir viðkomandi miðað við núverandi aðstæður. Leitast er að kanna styrkleika og veikleika svo hægt sé að vinna út frá þeim. Horft er á heildarniðustöður athugunar sem felur m.a. í sér þroskamat, upplýsingar úr viðtali og matslistum. Upplýsingar úr þroskamati reynist því mjög gagnlegt hvort sem leitast er við að staðfesta grun um frávik eða  til þess að útiloka frávik.

PRÓF OG ÖNNUR MATSTÆKI

​​

Greindarpróf Wechslers fyrir grunnskólaóbörn (WISC-IV)

Greindarpróf Wechslers fyrir grunnskólabörn hefur verið staðlað fyrir íslensk börn á aldrinum 6-16 ára. Prófið gefur vísbendingar um ýmsa vitsmunalega þætti og hæfni próftakans til að vinna markvisst og beita rökhugsun. Prófið skiptist í fjóra meginþætti, málstarf, skynhugsun, vinnsluminni og vinnsluhraða. Meðaltal greindartölu og prófhluta er 100 og staðalfrávik er 15. Meðaltal einstakra undirprófa er 1 og, staðalfrávik 3. Heildargreindartalan er reiknuð út frá frammistöðu barnsins á öllum 10 undirprófum.

 

Greindarpróf Wechslers fyrir leikskólabörn (WPSSI-R)

Greindarpróf Wechslers fyrir börn á leikskólaaldri hefur verið staðlað fyrir börn á aldrinum 3-7 ára. Prófið skiptist í verkleg og málleg undirpróf. Hafa ber í huga að úrlausn verkefna á verklegum undirprófum byggist að nokkru á málstarfi. Munnleg greindartala er reiknuð út frá frammistöðu barnsins á 5 undirprófum sem meta mállega þætti líkt orðskilning og hugtakaskilning. Verkleg greindartala er reiknuð út frá frammistöðu annara 5 undirprófa sem meta þætti líkt og rökhugsun, eðlisgreind, rýmdarvinnslu og vinnsluhraða. Heildartala greindar er reiknuð út frá frammistöðu barnsins á öllum 10 undirprófum. Meðaltal greindartalna er 100, staðalfrávik er 15 en meðaltal einstakra undirprófa er 10 og staðalfrávik 3.

 

Greindarpróf Wechslers fyrir ungmenni (WASI) 

Greindarpróf Wechslers hefur verið staðlað fyrir fólk á aldrinum 17 til 64 ára. Prófið skiptist í verkleg og málleg undirpróf. Heildartala er reiknuð út frá niðurstöðum undirprófa. Prófið var nýlega staðlað með íslenskum viðmiðunarhópi.

Greindarpróf Wechlers fyrir fullorðna (WAIS-II)

Greindarpróf Wechslers hefur verið staðlað fyrir fullorðna frá 17 til 90 ára. Prófið skiptist í verkleg og málleg undirpróf. Heildartala er reiknuð út frá niðurstöðum undirprófa.

 

Óyrt greindarpróf Wechslers (WSNus)

Greindarprófið er notað til þess að meta vitsmunaþroska barna og ungmenna á aldrinum fjögurra til 21 árs án tjáningar í orðum. Heildartala greindar lýsir getu á vitsmunasviði verklegra þátta en er hún reiknuð út frá frammistöðu af fjórum undirprófum sem hver um sig metu rmismunandi þætti ómállegrar greindar. Meðaltal fyrir hvern aldursflokk er 100 og frammistaða flestra liggur á bilinu 85 til 115. Á hverju undirprói eru reiknaðar T-mælitölur sem hafa meðaltalið 50 og liggur frammistaða flestra á bilinu 40 til 60. Miðast prófið við bandaríska stöðlun.

Greindarpróf Kaufmans (KABC-II)

Greindarprófið er notað til þess að meta vitsmunaþroska barna og ungmenna frá þriggja til 18 ára. Miðast prófið við bandaríska stöðlun.

Íslenski þroskalistinn

Listinn er ætlað að meta þroska barna á aldrinum 3 til 6 ára.  Listinn samanstendur af 206 spurningum svarað af mæðrum barna. Á Íslenska þroskalistanum eru spurningar um fimm þætti¸ grófhreyfingar, fínhreyfingar, sjálfsbjörg, hlustun, tal og nám. Þættirnir grófhreyfingar, fínhreyfingar og sjálfsbjörg mynda saman mælitölu Hreyfiþáttar. Þættirnir hlustun, tal og nám mynda saman mælitölu Málþáttar. Allir þættirnir 5 mynda saman Þroskatölu barnsins. Meðaltal málþáttar, hreyfiþáttar og þroskatölu er 100 og staðalfrávik 15. Meðaltal einstakra þátta er 10 og staðalfrávik 3.

 

Smábarnalistinn

Listanum er ætlað að meta þroska 15 til 38 mánaða  barna með því að afla upplýsinga frá mæðrum þeirra. Mæður svara stöðluðum spurningum um mál- og hreyfifærni barna sinna á þeim tíma þegar listinn er fylltur út.  Í Smábarnalistanum eru 144 staðhæfingar um mál- og hreyfiþroska barna. Staðhæfingarnar eru flokkaðar í 5 undirpróf. Tvö þeirra mynda til samans málþroskaþátt og önnur þrjú hreyfiþroskaþátt. Til samans mynda undirprófin fimm eina þroskatölu sem gefur til kynna almennan þroska barnsins að mati móður. Meðaltal málþáttar, hreyfðiþáttar og þroskatölu er 100 og staðalfrávik 15. Meðaltal einstakra þátta er 10 og staðalfrávik 3.

GREININGARVIÐTAL

K-SADS greiningarviðtal

Hálfstaðlað greiningarviðtal fyrir börn á aldrinum 6-18 ára. Viðtalið er ýmist lagt fyrir foreldra barnsins, barnið sjálft eða hvoru tveggja. Viðtalið byggir á stöðluðum greiningaskilmerkjum DSM-IV og greinir helstu geðraskanir og vandamál bernsku og unglingsára, svo sem ADHD, kipparaskanir, hegðunarraskanir, kvíðaraskanir, lyndisraskanir og átraskanir.

 

ADIS

ADIS er hálfstaðlað greiningarviðtal byggt á greiningarviðmiðum DSM-IV. Viðtalið er ætlað til greiningar og meðferð á börnum á aldrinum 7 til 17 ára. Því er einna helst ætlað að greina kvíðaraskanir barna og unglinga, en jafnframt ADHD, hegðunarvanda, depurð og fleira. ADIS er ýmist lagt fyrir foreldra, barnið sjálft eða hvoru tveggja.

MATSLISTAR UM FRÁVIK Í LÍÐAN OG HEGÐUN​

Matslistar um kvíða og depurð​:

Kvíðamatskvarði (Mulitdimensional Anxiety Scale for Children - MASC)

Sjálfsmatslistinn metur kvíðaeinkenni barna og ungmenna á aldrinum 8–19 ára og inniheldur 39 atriði. Hann er samansettur af fjórum kvörðum: Líkamleg einkenni (streita og líkamleg einkenni), Forðun (fullkomnunarárátta og bjargráð), Félagsfælni (frammistöðukvíði og ótti við niðurlægingu) og Aðskilnaður/felmtur (skyndileg ofsahræðsla eða hræðsla við aðskilnað/að vera einn). Viðmið listans eru íslensk.

Þunglyndiskvarði Becks (Children's Depression Inventory - CDI)

Sjálfsmatslistinn metur þunglyndiseinkenni barna á aldrinum 7 til 17 ára og inniheldur 27 atriði. Spurningalistinn metur fimm meginþætti sem einkenna þunglyndi meðal barna og unglinga: Neikvætt skap, samskiptavandamál, vanvirkni, leiði og neikvætt sjálfsmat. Viðmið listans eru íslensk.

Kvíðamatskvarði Becks (Becks Anxiety Inventory - BAI)

Sjálfsmatskvarði sem metur einkenni um kvíða hjá ungmennum og fullorðnum. Niðurstöður gefa til kynna einkenni um vægan, miðlungs eða alvarlegan kvíða.

Þunglyndiskvarði Becks (Becks Depression Inventory - BDI)

Sjálfsmatskvarði sem metur einkenni um þunglyndi hjá ungmennum og fullorðnum. Niðurstöður gefa til kynna einkenni um væg, miðlungs eða alvarleg þunglyndiseinkenni.

Matskvarði um félagskvíða (Social Interaction Anxiety Scale - SIAS)

Sjálfsmatslisti sem unglingur eða ungmenni fyllir út og metur einkenni sem minna á kvíða í félagslegum aðstæðum.​

Matskvarði um félagsfælni (Social Phobia Scale - SPS)

Sjálfsmatslisti sem unglingur eða ungmenni fyllir út og metur einkenni sem minna á félagsfælni eða forðun á félagslegum aðstæðum.​​

Matslistar um hegðun og líðan:

ASEBA (Achenbach)

Spurningalisti yfir atferli barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára: Child Behaviour Checklist (2001): T.M. Achenbach. Listinn er lagður fyrir foreldra eða aðra nána ættingja sem taka afstöðu til 118 fullyrðinga um hegðun barnsins; félagslegra tengsla, frammistöðu í námi sem og hegðunar-/tilfinningalegra erfiðleika. Niðurstöður sýna T-gildi og hundraðsröðun barnsins á framangreindum þáttum auk ábendinga um hvort kanna þurfi nánar hvort barnið uppfylli greiningarskilmerki á einhverri sex tiltekinna DSM-greininga. Foreldrar meta barnið með tilliti til hversu vel viðkomandi fullyrðing á við síðastliðna sex mánuði og fram til dagsins í dag.

Upplýsingar frá kennara barns á aldrinum 6-18 ára: Teachers Report Form for Ages 6-18 (2001): T.M. Achenbach. Listanum er ætlað að afla mats kennara á frammistöðu barnsins í námi, aðlögunarhæfileika þess og hegðunar- og/eða tilfinningalegum vanda. Á listanum eru 118 fullyrðingar og 93 þeirra eiga sér samsvörun við fullyrðingar á listanum sem lagður er fyrir foreldra. Hinar fullyrðingarnar taka til hegðunar barnsins í skólanum ss. truflandi hegðun og erfiðleikar með að fylgja fyrirmælum. Niðurstöður sýna T-gildi og hundraðsröðun barnsins á framangreindum þáttum auk ábendinga um hvort kanna þurfi nánar hvort barnið uppfylli greiningarskilmerki á einhverri sex tiltekinna DSM-greininga. Lagt er mat á hegðun barnsins síðust tvo mánuði og fram til dagsins í dag. Svör kennara eru borin saman við bandarísk viðmið.

 

Spurningar um styrk og vanda (Strengths & Difficulties Questionnaires - SDQ)

Matskvarði sem lagt er fyrir foreldra og/eða kennara. Listinn tekur til sex þátta sem taka til ofvirkni, hegðunarerfiðleika, tilfinningalegra erfiðleika og erfiðleika í samskiptum við jafnaldra. Upplýsingunum er ætlað að veita forspá um hvort erfiðleikar barnsins séu svo alvarlegir að þeir séu líklegir til að uppfylla greiningarskilmerki ICD-10 eða DSM-IV. Svör foreldra/kennara eru borin saman við íslenski viðmið.

Ofvirknikvarðinn (ADHD Rating Scale)

Listanum er ætlað að gefa vísbendingar um ADHD einkenni hjá börnum og unglingum á aldrinum 5-17 ára og er hafður til hliðsjónar við val á meðferðaráherslum. Kvarðinn samanstendur af 18 atriðum sem öll eiga sér samsvörun í greiningarskilmerkjum ADHD í DSM-IV. Listanum er ýmist svarað af kennurum eða foreldrum barnsins. Kvarðinn gefur vísbendingar um umfang einkenna á sviði ofvirkni/hvatvísi annarsvegar og athyglisbresti hinsvegar. Svör foreldra/kennara eru borin saman við íslensk viðmið.

 

Spurningalisti um félagslega svörun  (Social Responsiveness Scale; SRS)

Listinn er lagður fyrir foreldra/kennara barns og samanstendur af 65 atriðum sem meta ýmis svið yrtra jafnt sem óyrtra samskipta og endurteknri/sérkennilegri hegðun sem er einkennandi fyrir börn með röskun á einhverfurófi. Niðurstöður sýna T-gildi barnsins á 5 þáttum; Félagsvitund, félagslegur skilningur, tjáskipti, félagslega áhugahvöt og hegðunareinkenni einhverfu. Niðurstöður gefa vísbendingar um hvort kanna eigi nánar hvort barnið uppfylli greiningarskilmerki fyrir röskun á einhverfurófi samkvæmt DSM-IV. T- gildi yfir 76 gefa til kynna alvarleg einkenni einhverfu; T-gildi á bilinu 60 til 75 gefa til kynna miðlungs einkenni einhverfu;  T-gildi 59 og lægra gefa til kynna niðurstöðu innan eðlilegra marka​

Matslistar um röskun á einhverfurófi:​

Autism spectrum questionaire (ASSQ)

Skimunarlisti um einkenni á einhverfurófi sem foreldrar og/eða kennarar barna og unglinga á aldrinum 6 til 17 ára fylla út.  Spurningalistinn samanstendur af 28 yrðingum sem lýsa hegðun sem metin er á þriggja punkta kvarða eftir því hve vel hún á við barnið. Yfir 19 stig í mati foreldra eru talin greina einhverfu réttilega í 82% tilvika og yfir 22 stig í mati kennara í 65% tilfella (USA) (Ehlers, Gillbert o& Wing, 1999).

Childhood Asperger Spectrum Test (CAST)

Listinn er notaður fyrir börn á aldrinum 4-11 ára til að skoða vanda tengdan félagsfærni og samskipum, einkum vanda á sviði einhverfurófs. Á listanum eru 31 atriði sem þeir sem þekkja barnið geta svarað með því að meta hvort lýsingin í hverju atriði á við barnið eða ekki. Fari stigafjöldi um og yfir 15 er mögulega um vanda á einhverfurófi að ræða og ástæða til að greina vandann frekar. 

 

M-CHAT

Með M-CHAT listanum er skimað eftir einhverfueinkennum hjá börnum á aldrinum 16–30 mánaða. Þeir sem þekkja barnið vel svara spurningunum. Svarmöguleikar eru: Já og Nei, og misjafnt er eftir spurningum hvort jákvætt eða neikvætt svar sé vísbending um einkenni á einhverfurófi. Sé tveimur lykilspurningum eða þremur spurningum í allt svarað þannig að svörin bendi til einhverfueinkenna er talin ástæða til að greina vandann frekar. 

 

Matslisti um hegðun á einhverfurófi (CARS2: Childhood Autism Rating Scale)

Spurningarlistanum er svarað af fagaðilum eftir að barn hefur komið til athugunar og foreldrar gefið upplýsingar. Með listanum er metið  hvort hegðun barna líkist að einhverju leyti hegðun á einhverfurófi. Metin eru m.a. samskipti barnsins, viðbrögð við ýmsu í umhverfinu og sérkenni í hreyfingum og háttalagi Kvarðinn nær frá 15–60, þar sem hegðun sem samrýmist hegðun einhverfra barna mælist um og yfir 30 stig.

Rey Auditory Verbal Learning Test (RAVLT)

Orðaminnispróf sem gefur góða mynd af heyrnrænu skammtímaminni, námstækni og hraða.

Children's Auditory Verbal Learning Test (CAVLT)

Orðaminnispróf aðlagað og staðlað fyrir börn og unglinga. 

Patent Preparation and Prosecution
Greiningarvidtal
Anchor 1
lists
bottom of page