top of page
UPPELDI BARNA OG UNGLINGA

Parent management training (PMT) er fjölskyldumeðferð sem miðar að því að breyta hegðun foreldra, kenna þeim jákvæðar uppeldisaðferðir til að draga úr hegðunarvanda barna sinna. PMT er eitt mest rannsakaða meðferðarform fyrir hegðunarvanda barna og hefur sýnt mjög góðan árangur. Í stuttu máli er foreldrum kennt að fylgjast með hegðun barna sinna á hlutlausan hátt. Þar næst skoða foreldrar og meðferðaraðili í sameiningu við hverskonar aðstæður hegðunin á sér stað og hverjar eru líklegar ástæður hennar. Saman finna þau svo leiðir til að breyta umhverfi barnsins til að draga úr líkum á því að hegðun verði sýnd í framtíðinni. Þungamiðja meðferðar snýr að kenna foreldrum að bregðast við hegðun barsins þannig að það dragi úr líkum á óæskilegri hegðun og auki líkur á æskilegri hegðun. Einnig er foreldrum kenndar einfaldar samskiptaleiðir sem auka líkur á að börn fari eftir fyrirmælum þeirra og draga úr neikvæðum samskiptum líkt og nöldur, skammir og öskur.

Hægt er að nýta slíkar aðferðir til að hjálpa foreldrum að takast á við mótþróa, reiðiköst, þrifaþjálfun, ofbeldishegðun, andfélagslega hegðun, skólaneitun, svefnvanda. erfiðleika með matargjöf og margt fleira. Þessar uppeldisaðferðir henta öllum börnum vel, einnig þau með raskanir líkt og mótþróaþrjóskuröskun, hegðunarröskun, kvíðaröskun, ADHD eða einhverfu. 

Tökum einfalt dæmi af Söru, þriggja ára stelpu sem fær oft skapofsaköst þegar í búð með foreldrum sínum. Athugun leiðir í ljós að foreldrar fari oftast í búð strax eftir leikskóla og að foreldrar bregðist við þessum köstum annaðhvort með reiði eða með því að gefa undan. Foreldrar eru því stundum að verðlauna hegðun barnsins með því að gefa undan. Jafnframt er regluleg reiði þeirra líkleg til að auka á spennu í búðaferðum. Sara litla er líka mun líklegri til að missa stjórn á sér við aðstæður þar sem hún er svöng og þreytt eftir langan skóladag.

 

Fyrsta skrefið væri því að breyta aðdraganda hegðunar. Gefum Söru banana á leiðinni í búðina og eigum smá gæðastund saman í bílnum. Betra enn, reynum fyrst um sinn (meðan að Sara er að læra viðeigandi búðarhegðun) að versla um helgar þegar hún er úthvíld. Næsta skref er að breyta afleiðingum hegðunar. Aldrei gefa undan þegar hún fær grátkast í búðinni, ef Sara fær það sem hún grætur yfir í 1 skipti af 10 er það nóg til þess að viðhalda þessa óæskilegu hegun. Leyfum henni frekar að velja 1 skeikjó eða 1 tyggjó-pakka við afgreiðslukassann þegar hún hefur hagað sér vel alla búðaferðina.

 

Verðlaunum þannig viðeigandi hegðun frekar en óviðeigandi.

Í flestum tilfellum hafa slíkar einfaldar breytingar heilmikil áhrif á hegðun barnsins. Oft þarf þó einnig önnur einföld inngrip til að ná tökum á hegðunninni.

Þessar aðferðir eru einstaklega einfaldar og koma flestum foreldrum ekki á óvart, en margir þarfnast þó smávegis leiðsögn við að beita þeim í daglegu lífi. 

Young Family
Top View of Kids Playing
bottom of page