top of page
BJARGRÁÐ OG VERKFÆRI
Áhugamál og virkni
Áhugamál og dagleg virkni eru einnig bjargráðin okkar. 
Virkni og að fást við stór eða smá viðfangsefni sem kalla fram jákvæðar tilfinningar er einn af lykilþáttum sem stuðla að hamingju.

Hvað finnst þér skemmtilegt eða áhugavert að gera?
Hvað vekur upp gleði, ró eða aðrar jákvæðar tilfinningar hjá þér? 

Hvernig hreyfing er þér að skapi?
Ertu enn á leiðinni að stunda það sem þig hefur langað til?
Hvað er langt síðan að þú prófaðir eitthvað alveg nýtt?

Stóra spurningin er: Ertu að leggja stund á það sem gerir þig hamingjusama/n?

Listi yfir áhugamál!
​Núvitund

Núvitundaræfingar snúast um að vera ,,hér og nú" og taka eftir líðandi stundu án þess að leggja dóm á hvers vegna eitthvað á sér stað o.s.frv. Með reglulegum æfingum um að ,,vera til staðar" og taka eftir upplýsingum úr umhverfinu með skynfærum okkar (ég sé, ég heyri, ég finn, ég bragða og ég finn lykt) þá getum við lært að róa niður kerfið okkar og viðbrögðin við því sem olli uppnámi eða vanlíðan. 

 

Margar tegundir eru til af núvitundaræfingum og eru í dag til alls konar öpp. Einfaldast er að loka augunum og taka eftir hjóðum í kringum þig með fókusinn á öndun. Taka eftir því hvað þú ert að upplifa í líkamanum þínum, hugsunum sem koma og með mildi biðja þær að bíða og fær aftur hugann að líðandi stundu og öndun. Þolinmæði er lykilatriði ásamt því að sýna sér samkennd og skilning þegar hugurinn fer á flakk.

Hægt er að flétta núvitundaræfingar inn í daglegt líf og hversdagsleg verkefni s.s. þegar þú bíður í röð, setur bensín á bílinn eða við eldamennsku. Göngutúrar þar sem skynfærin fá að njóta sín er frábær núvitundaræfing.​

Svefnhugleiðslur eru frábærar fyrir svefninn og sérstaklega þá sem eiga erfitt með að festa svefn á kvöldin.

Sjá fleira um núvitundaræfingar!

Öndunaræfingar

Já öll þurfum við víst að anda og gerum það meira að segja ósjálfrátt. Niðurstöður rannsókna gefa hins vegar til kynna að markvissar öndunaræfingar geri mikið gagn t.d. að róa niður taugakerfið og geta dregið úr kvíða og streitu. Mikilvægt er að æfa sig sem oftast en misjafnt er hvenær dags hentar hverjum og einum.  og kannaðu hvort þú finnir fyrir einhverri breytingu.

Einföldustu æfingarnar eru að dýpkta núverandi öndin örlítið og anda þá aðeins meiru súrefni að og frá þér. Algengar öndunaræfingar eru að anda rólega inn (telja í huganum upp á t.d. 4 eða tölu sem hentar þér) og anda síðan frá þér aðeins lengur (telja í huganum t.d. upp á 6 eða sem hentar þér). Sumir geta haldið andardrættinum eitt augnablik á milli inn- og útöndunar. Prófaðu þig áfram.

Ujjai pranayama eða haföndun snýr að því að lyfta úfinum upp í kokinu bæði þegar þú andar að þér og frá þér. Til þess að vita hvort þú ert að gera rétt þá geturðu ímyndað þér að þú sért að anda á glugga til þess að búa til móðu. Nafnið haföndun má rekja til hljóðsins sem kemur þegar þú andar að þér og frá þér með úfinn uppi. Sjá æfingarmyndband hér!

Tilfinningastjórnun
Screenshot 2025-01-21 at 21.27.02.png
Kids Blowing Bubbles
Friends carrying skis on mountain top
Hiking
Yoga Man Meditation
Pony Ride
Scuba Diver

Til þess að geta þjálfað upp færni til þess að hafa áhrif á líðan, þá þarftu að þekkja tilfinningarnar ásamt því hvar í líkamanum þú finnur fyrir þeim. Engir tveir eru eins og gildir það sama með hvernig við upplifum tilfinningar. Tilfinningar geta komið fram í öllum líkamanum og hægt að upplifa þyngsli, verki, spennu eða létti eða ánægju.

Hægt er að æfa sig í að finna fyrir tilfinningum með því að horfa á eitthvað, hlusta á lag eða kalla fram minningu um eitthvað sem lét þig upplifa gleði, sorg, pirring, reiði, dapurleika o.s.frv. Ekki velja of stórar tilfinningar (sem sagt í of miklu magni) til að byrja með.

Loks geturðu æft þig í því að skipta á milli þessara tilfinninga og sjá hvernig þér gengur. Er erfiðara að skipta úr einhverjum tilfinningum frekar en öðrum?

Jarðtenging

Mikil vanlíðan eða kveikjur (triggers) geta fengið okkur til þess að aftengjast líkama okkar að miklu eða einhverju leyti. Tilfinningar geta einnig orðið mjög sterkar eða yfirþyrmandi og með því að kjarna okkur erum við að taka aftur við stjórn á líkama okkar og mæta óþægindunum.

Hreyfing er frábær leið til þess að jarðtengja sig!

Þú getur prófað að gera planka eða armbeygjur í þann tíma sem þú þarft þar til þér finnst .  (góð leið að skipta um tilfinningu eða neutralize fyrri tilfinningu)

Hreyfing (ræktin o.s.frv. en líka að prófa eina jafnvægisæfingu á staðnum á einum fæti eða standa á einum fæti og yfir á hinn og fram og til baka)

Sund, kalt vatn eða sturta.

Spretta hratt í 2 mín, armbeygjur eða planka.

Jafnvægisæfingar t.d. hér!

© 2024 Sentia Sálfræðistofa                                              Miðstöð Sálfræðinga Reykjavíkurvegi 68, 2. hæð 

  sentia@sentia.is                    

  • Facebook Social Icon
bottom of page