top of page
SÁLFRÆÐILEG PRÓFUN

SÁLFRÆÐILEG PRÓFUN

Sálfræðileg athugun byggist á upplýsingum frá aðstandendum, kennurum (þegar á við) og fleirum sem þekkja viðkomandi. Upplýsingarnar eru fengnar í gegnum viðtöl og viðurkennda matslista. Lögð eru fyrir stöðluðuð  taugaþroska/náms/sálfræðileg próf eftir því sem við á hverju sinni ásamt ásamt hálfsstöðluðum greiningarviðtölum. Sjá frekari upplýsingar um matstækin

 

Fyrirlögn á prófum er alltaf eins fyrir próftaka þar sem lögð eru mörg en stutt verkefni sem reyna á ólíka færni. Prófun fer fram með prófanda sem gefur einstaklingsfyrirmæli og útskýringar á verkefnum.

Gott er að taka fram að ekki er hægt að undirbúa sig sérstaklega áður en  komið er í athugun hjá sálfræðingi en góður nætursvefn og næring er ávallt hjálplegt. Leyfilegt er að taka með sér hressingu í prófun. 

Sálfræðingur reiknar út og tekur saman niðurstöður úr ofangreindu í sálfræðiskýrslu. Skil á niðurstöðum fer fram í viðtalstíma eða á skólafundum, eins og á við. 

ATHUGUN Á BARNI

Börn koma í fylgd með foreldri en eru prófuð einslega inni hjá sálfræðingi. Ef um er að ræða mjög ung börn eða börn sem alls ekki vilja vera ein, þá er leyfilegt að foreldra sitji inni í fyrirlögn. 

Fyrirlögn tekur um 1.5 til 2 klst. Vinsamlega mætið tímanlega.

Hjálplegt er að útskýra fyrir barninu að í næsta tíma mun sálfræðingurinn leggja fyrir verkefni og þrautir sem flestum þykja skemmtileg. Verið sé að skoða styrkleika og veikleika barnsins sem við öll búum yfir.

ATHUGUN Á UNGMENNI & FULLORÐNUM

Fyrirlögn fer fram í viðtalsherbergi sálfræðings og tekur allt að 2 klst. Mikilvægt er að mæta tímanlega svo unnt sé að ljúka við prófun. Hægt er að lesa meira um prófin hér hér á síðunni en leitast er við að meta styrkleika og veikleika fólks. Sum verkefnin verða því auðveld en önnur reyna meira á. 

Patent Preparation and Prosecution
Anchor 1
Greiningarvidtal
lists
bottom of page