top of page

Sálfræðileg athugun

Prófun hjá sálfræðingi

Sálfræðileg athugun byggist meðal annars á fyrirlögn á stöðluðum og viðurkenndum prófum. Fyrirlögn er því alltaf eins fyrir próftaka og byggist á mörgum en stuttum verkefnum. Prófun fer fram einslega í næði og gefin eru einstaklingsfyrirmæli og útskýringar á úrlausnum verkefna.

Gott er að taka fram að ekki er hægt að undirbúa sig sérstaklega áður en  komið er í athugun hjá sálfræðingi en góður nætursvefn og næring er ávallt hjálplegt. Leyfilegt er að taka með sér hressingu. 

Niðurstöður athugunar eru veittar í viðtalstímum í kjölfar athugunar.

Leaves Shadow

Athugun á barni

Börn koma í fylgd með foreldri en eru prófuð einslega inni hjá sálfræðingi. Ef um er að ræða mjög ung börn eða börn sem alls ekki vilja vera ein, þá er leyfilegt að foreldra sitji inni í fyrirlögn fyrir aftan barnið. 

Fyrirlögn tekur um 1.5 til 2 klst. Vinsamlega mætið tímanlega.

Hjálplegt er að útskýra fyrir barninu að í næsta tíma mun sálfræðingurinn leggja fyrir verkefni og þrautir sem flestum þykja skemmtileg. Verið sé að skoða styrkleika og veikleika barnsins sem við öll búum yfir.

White Crosses

Ungmenni og fullorðnir

Fyrirlögn fer fram í viðtalsherbergi sálfræðings og tekur allt að 2 klst. Mikilvægt er að mæta tímanlega svo unnt sé að ljúka við prófun. Hægt er að lesa meira um prófin sem lögð eru fyrir í fræðslunni hér á síðunni en leitast er við að meta styrkleika og veikleika fólks. Sum verkefnin verða því auðveld en önnur reyna meira á. 

White Crosses
bottom of page