top of page
SÁLFRÆÐILEG PRÓFUN

SÁLFRÆÐILEG PRÓFUN

Sálfræðileg athugun byggist á víðtækum upplýsingum frá aðstandendum, kennurum (þegar á við) og öðrum sem þekkja vel skjólstæðing. Upplýsingar koma fram í viðtölum og við útfyllingu á viðurkenndum matslistum. Lögð eru fyrir stöðluðuð  taugaþroska-, náms,  og sálfræðileg próf eftir því sem við á hverju sinni ásamt ásamt hálfsstöðluðum greiningarviðtölum. Sjá frekari upplýsingar um matstæki.

 

Sálfræðipróf eru stöðluð sem þýðir að fyrirlögn prófanna er alltaf eins háttað fyrir próftaka. Lögð eru fyrir mörg en stutt verkefni sem reyna á ólíka færni próftaka. Prófandi veitir einstaklingsfyrirmæli og útskýringar á hverju verkefni. Gott er að taka fram að ekki er hægt að undirbúa sig sérstaklega áður en  komið er í athugun hjá sálfræðingi en góður nætursvefn og hressing er ávallt hjálpleg. Leyfilegt er að taka með sér ,,spari nesti" þ.e. einhverja góða hressingu í prófun. Fyrirlögn fer yfirleitt fram í einni lotu og er yfirleitt tekin stutt hlé. Stundum reynist hins vegar nauðsynlegt að skipta fyrirlögn upp í tvær lotur.

Að lokinni sálfræðiathugun tekur sálfræðingurinn saman niðurstöður úr ofangreindum matstækjum ásamt uppplýsingar sem koma fram í viðtölum og útbýr sálfræðiskýrslu. Skil á niðurstöðum fara fram í viðtalstímum. Sálfræðingur getur mætt með uppalendum á skólafundi við skil á niðurstöðum.

ATHUGUN Á BARNI

Börn koma í fylgd með foreldri en eru prófuð einslega inni hjá sálfræðingi. Ef um er að ræða mjög ung börn eða börn sem alls ekki vilja vera ein, þá er leyfilegt að foreldra sitji inni í fyrirlögn.

Fyrirlögn tekur um 1,5 til 2 klst, svo vinsamlega mætið tímanlega.

Hjálplegt er að útskýra fyrir barninu að í næsta tíma mun sálfræðingurinn leggja fyrir verkefni og þrautir sem flestum þykja skemmtileg. Tilgangur fyrirlagnar er að skoða styrkleika og veikleika sem við öll búum yfir. Sparinesti reynist hjálplegt til þess að skapa jákvæðar aðstæður í prófun.​

UNGMENNI & FULLORÐNIR

Fyrirlögn fer fram í viðtalsherbergi sálfræðings og tekur allt að 2 klst. Mikilvægt er að mæta tímanlega svo hægt sé að ljúka við prófun í einni lotu. Hægt er að lesa meira um prófin hér hér á síðunni en miðast þau við að kanna styrkleika og veikleika fólks. Sum verkefnin reynast því auðveld en önnur meira krefjandi. Mikilvægast er að að gera sitt besta og alltaf er hægt að spyrja prófanda ef eitthvað er óljóst.

Patent Preparation and Prosecution
bottom of page